fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 16:55

Yfirlitsmynd af Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV höfðu menn sem grunaðir eru um að hafa orðið 65 ára gömlum manni frá Þorlákshöfn að bana samband við náinn aðstandanda hans og kröfðu þá manneskju um að millifæra þrjár milljónir króna.

Höfðu þá staðið yfir barsmíðar á manninum sem héldu áfram. Aðstandandinn neitaði að millifæra féð. Engu að síður tókst árásarmönnunum að komast yfir þessa fjármuni fyrir tilverknað mannsins og hættu þá barsmíðum sínum. Maðurinn lést engu að síður af völdum misþyrminganna, en eins og komið hefur fram fannst hann þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi.

Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV. Er ljóst að árásarmennirnir komust yfir umtalsvert fé frá manninum áður en hann lést.

Lögregla krafðist í dag fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir þremur af þeim mönnum sem voru handteknir fyrst vegna rannsóknar málsins. DV hefur fengið staðfest að einn þeirra hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en fastlega má búast við það þeir Héraðsdómur Suðurlands fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim öllum.

Alls hafa 11 manns verið handtekin vegna rannsóknar málsins, þar af tvær konur. Sjö sitja núna í gæsluvarðhaldið. Rannsókn er sögð ganga vel en lögregla þarf að vinna úr miklu magni af gögnum, meðal annars farsímagögnum, sönnunargögnum úr bílum sem hafa verið haldlagðir, skýrslutökum og húsleitum.

Uppfært kl. 18:50: Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í málinu.

Sjá einnig: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísland upp um eitt sæti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Í gær

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku