fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

dk hugbúnaður og Syndis í samstarf um öryggislausnir

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. mars 2025 13:38

Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis,Trausti Sigurbjörnsson, sviðsstjóri hýsingarsviðs dk, og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis við undirritun samstarfssamningsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið dk hugbúnaður og netöryggisfyrirtækið Syndis undirrituðu á dögunum samstarfssamning um innleiðingu öryggislausna Syndis í hýsingarumhverfi dk. Samstarfið, felur í sér þróun og innleiðingu á nýjum öryggislausnum Syndis sem munu auka öryggi viðskiptavina dk enn frekar. 

 

,,Það er mjög ánægjulegt að undirrita þennan samstarfssamning við Syndis. Með yfirburða þekkingu þeirra á netöryggi teljum við að eitt mesta verðmæti okkar viðskiptavina, sem eru gögnin þeirra, verði enn öruggari í okkar höndum. Við höfum því miður séð nýlega mjög slæm dæmi í okkar geira þar sem tilraunir til innbrota hjá hýsingaraðila hafa tekist með mjög slæmum afleiðingum fyrir bæði fyrirtækið og þeirra viðskiptavini, “ segir Trausti Sveinbjörnsson, sviðsstjóri hýsingarsviðs dk í tilkynningu.

 

dk hugbúnaður hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir aldarfjórðung, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Í dag eru notendur þess um 11.000 hér á landi úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Hýsingarþjónusta dk hugbúnaðar er ein sú stærsta í landinu og eru yfir 31.000 fyrirtæki í hýsingu hjá fyrirtækinu.

 

,,Við hjá Syndis erum stolt af því að vinna með dk hugbúnaði að því að styrkja öryggi íslenskra fyrirtækja. dk leggur mikla áherslu á öryggi gagna sinna viðskiptavina og þetta samstarf sýnir vel þá framsýni sem fyrirtækið hefur í öryggismálum. Við hlökkum til að nýta okkar sérþekkingu til að vernda gögn og innviði dk og þar með viðskiptavina þeirra,” segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis.

 

Syndis er leiðandi fyrirtæki á sviði netöryggis á Íslandi. Sérfræðingar Syndis bjóða upp á háþróaðar öryggislausnir og ráðgjöf sem hjálpa fyrirtækjum að greina, verjast og bregðast við sífellt flóknari netógnum. Syndis veitir meðal annars mannaða sólarhrings vöktun í gegnum öryggisvöktun sína (Security Operations Center). Fyrirtækið vinnur náið með viðskiptavinum sínum að því að styrkja stafræna innviði og tryggja viðskiptaöryggi til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“