fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 21:30

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, hefur boðið borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks,  Viðreisnar og Flokk Fólksins til viðræðna um nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í færslu sem Einar skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu. Sagði hann ástæðu meirihlutaslitana , sem tilkynnt var um fyrr í kvöld, vera fyrst og fremst þá að hann sæi ekki fram á að geta knúið fram meiri breytingar í núverandi meirihluta.

„Ég tók þá ákvörðun í kvöld að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Það var ekki auðveld ákvörðun en mikilvæg.

Ég bauð mig fram til þess að knýja fram breytingar í Reykjavík. Margt hefur áunnist á þessum þremur árum og þá sérstaklega þegar kemur að rekstri borgarinnar. Ég vil þakka samstarfsfélögum mínum fyrir samstarfið og vona að það verði áfram gott í borgarstjórn.

Pólitískar áherslur þessara flokka eru þó þannig ólíkar að ég tel að við í Framsókn náum ekki að gera þær nauðsynlegu breytingar sem Reykjavík þarfnast. Við þurfum að taka stærri ákvarðanir í húsnæðismálum og ryðja meira land. Við þurfum fjölbreyttari lausnir í leikskólamálum, eins og vinnustaðaleikskóla og daggæsluúrræði til að brúa bilið og við þurfum að halda enn betur utan um rekstur borgarinnar.

Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna og einfalda líf borgarbúa. Svo er brýnt að eyða óvissu um Reykjavíkurflugvöll og tryggja rekstur hans á meðan ekki er annar flugvöllur í boði.Reykjavík er enda höfuðborg allra landsmanna.

Ég hef þegar boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta. Vonandi gengur það vel. Áfram Reykjavík,“ skrifaði Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna