fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 09:31

Trump og Netanjahú í gærkvöldi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um Gasa-svæðið hafi vakið hörð viðbrögð, en  á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gærkvöldi lýsti hann því hyfir að Bandaríkjamenn hygðust taka svæðið yfir.

Trump hefur sagt ýmislegt eftir að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta, en eins og kunnugt er eru Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn nánir bandamenn.

Trump lagði til að íbúar Gasa myndu finna sér samastað í nágrannalöndum og að því loknu myndu Bandaríkjamenn taka yfir svæðið. Hann útskýrði þó ekki hvernig hann ætlaði sér að fara að þessu og hvað réttlæti það að Bandaríkjamenn tækju svæðið yfir.

Táknmynd dauða og eyðileggingar

„Við munu eiga það og bera ábyrgð á því að eyða til dæmis hættulegum sprengjum sem enn eru á svæðinu,“ sagði hann og bætti við að Bandaríkjamenn myndu jafna ónýtar byggingar á svæðinu við jörðu. Svæðinu yrði mögulega breytt í einhvers konar ferðamannaparadís.

Trump segir að Gasa sé „táknmynd dauða og eyðileggingar“ og eina ástæða þess að Palestínumenn vilji snúa þangað aftur sé sú að þeir hafi engan annan stað til að leita á. Útilokaði hann ekki að senda bandarískar hersveitir á Gasa.

Opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum

Eins og gefur að skilja hafa ummæli Trumps fallið í grýttan jarðveg víða.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa til dæmis fordæmt ummæli hans og sagt að eðlilegum samskiptum við Ísrael verði ekki komið á nema með sjálfstæðu og fullvalda ríki Palestínu. Kínversk yfirvöld hafa einnig mótmælt þessum hugmyndum, ekki komi til greina af þeirra hálfu að flytja íbúa Gasa á brott.

Þá hafa bæði bandarískir Demókratar og Repúblikanar gagnrýnt ummælin, að því er fram kemur í frétt Guardian. Justin Amash, fyrrverandi þingmaður Repúblikana, varar við því að Bandaríkin grípi til svo viðamikilla aðgerða.

Faðir Amash var hrakinn af heimili sínu af ísraelskum hersveitum árið 1948. Segir hann að slíkar aðgerðir jafngildi þjóðernishreinsunum. „Enginn Bandaríkjamaður með góða samvisku getur stutt þessa hugmynd,“ segir hann.

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni,“ sagði Rashida Tlaib, þingkona Demókrata, á X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann