fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Héraðsdómur Reykjavíkur var of liðlegur við Skattinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 19:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Skattinum sé heimil rannsókn á rafrænu innihaldi farsíma sem var haldlagður í þágu rannsóknar á tilteknu máli. Segir Landsréttur málsmeðferð héraðsdóms hafa verið svo áfátt að ekki sé annað mögulegt en ómerkja úrskurðinn og leggja fyrir dóminn að taka málið til meðferðar að nýju.

Eigandi farsímans auk annars aðila sem sætir rannsókn Skattsins skutu málinu til Landsréttar sama dag og úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Hald var lagt á farsímann við húsleit hjá eiganda símans í síðasta mánuði en samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var Skattinum heimilt að rannsaka og afrita þau rafrænu gögn sem síminn kynni að geyma og vörðuðu hin meintu brot, og þær skýjaþjónustur sem hafi verið notaðar með símanum hvort sem um sé að ræða samfélagsmiðla, samskiptaforrit, tölvupósta eða gagnageymslur.

Í niðurstöðu Landsréttar er minnt á að samkvæmt lögum um meðferð sakamála leggi ákærandi eða lögreglustjóri, telji hann þörf á atbeina dómara til aðgerðar á rannsóknarstigi, skriflega og rökstudda kröfu um hana fyrir héraðsdóm. Þar skuli koma skýrt fram hver krafan sé, að hverjum hún beinist og á hvaða grunni hún sé reist. Þá segi í lögunum að kröfunni skuli fylgja þau gögn sem hún styðjist við. Ákvæðið gildi einnig um Skattinn þegar hann krefjist atbeina dómara til aðgerðar á rannsóknarstigi, á grundvelli laga um tekjuskatt.

Gögn vantaði

Landsréttur segir að þau gögn sem borist hafi réttinum og lágu fyrir þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi séu greinargerð, afrit úr þingbók Héraðsdóms Vesturlands með úrskurðarorði þar sem Skattinum var heimiluð húsleitin auk skjáskots úr munaskrá héraðssaksóknara þar sem fram komi að haldlagður hafi verið tiltekinn farsími. Landsréttur hafi fengið staðfest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að engin önnur gögn en þessi hafi legið fyrir við fyrirtöku málsins í héraði.

Því sé ljóst að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið fyrir nauðsynleg gögn til að tekin yrði afstaða til kröfunnar um rannsókn á rafrænu innihaldi farsímans og hafi héraðsdómari átt að krefja Skattinn um þessi gögn áður en hann tók kröfuna til úrskurðar, í því skyni að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði væru uppfyllt fyrir því að fram færi slík rannsókn.

Það er því niðurstaða Landsréttar að málsmeðferðinni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi verið svo áfátt að ekki sé annað mögulegt í stöðunni en að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu aftur heim í hérað til nýrrar meðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans