fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 5. desember 2025 17:00

Íbúarnir eru ekki sáttir við mengunina af vellinum. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Hljóðmörk íhuga nú möguleikann á hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar. Það er vegna þess sem samtökin kalla óþarfa flugumferð sem hafi áhrif á heilsu og velferð íbúa í nágrenni við flugvöllinn.

Fimm meðlimir samtakanna skrifa opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, vegna málsins. Tilefnið er ný samgönguáætlun þar sem segir að festa eigi Reykjavíkurflugvöll í sessi í Vatnsmýrinni.

„Við undirrituð, íbúar á höfuðborgarsvæðinu og meðlimir Hljóðmarkar, höfum alvarlegar áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri samgönguáætlun. Þar er talað um að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og hefja uppbyggingu á nýrri flugstöð. Á sama tíma rignir inn kvörtunum vegna hljóð- og loftmengunar inn til heilbrigðiseftirlita á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bréfinu sem er birt á Vísi í dag.

Segja meðlimirnir, Daði Rafnsson, Haukur Magnússon, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Switft að ekkert samtal eða samstarf hafi verið við íbúa sem búa undir áhrifasvæði flugvallarins. En í samtökunum er einkum fólk sem býr í hverfum svo sem Skerjafirðinum, Hlíðunum, Kársnesinu í Kópavogi og fleiri hverfum þar sem flugvéla og þyrluhávaðinn er mestur.

Hópmálsókn í skoðun

Segir í bréfinu að samtökin íhugi nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna þess sem þau kalla „langvarandi vanrækslu stjórnvalda á að verja rétt, heilsu og öryggi íbúa.“

Markmið samtakanna er að berjast fyrir því að óþarfa þyrluflugi með ferðafólk verði fundinn nýr staður, að einkaþotum auðkýfinga verði gert að lenda í Keflavík og að staðið verði við samning ríkis og borgar um að finna kennslu- og áhugamannaflugi nýjan stað.

Sjá einnig:

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“

„Stjórnvöld hafa í áratugi afhent sérhagsmunahópum ákvörðunarvald yfir málefnum flugvallarins. Í stað þess að verja hagsmuni almennings hefur vald og áhrif færst í hendur fárra aðila sem hafa komist upp með að stýra umræðunni og stefnumótuninni,“ segir í bréfinu. „Þrátt fyrir að staðsetning flugvallarins hafi verið umdeild frá upphafi, hefur ekki verið sýndur vilji til að leysa málið á málefnalegan og faglegan hátt.“

Vildu svefnfrið

Segir að íbúar hafi alltaf þurft að berjast fyrir úrbótum. Til að mynda þegar þeir fengu það loksins í gegn að næturflug hafi verið stöðvað. Hafi fólk einfaldlega viljað svefnfrið fyrir sig og börnin sín. Nú snúi baráttan að óþarfa flugi á vellinum.

„Þeirri tegund flugumferðar sem er hættulegust fyrir okkur íbúa með hærri flugslysatíðni og gríðarlegri hávaða- og loftmengun,“ segir í bréfinu. „Það sem hefur komið okkur í samtökunum mest á óvart er hversu óöruggur og mengandi völlurinn er og hvernig fáum, en vel tengdum einstaklingum, í flugsamfélaginu hefur tekist að kljúfa þjóðina á meðan stjórnmálafólk varpar frá sér allri ábyrgð.“

Eyðileggi jarðarfarir og útivist

Nefnt er að íbúar fái engan fulltrúa í stjórn Samgöngustofu sem sé stýrt af sérhagsmunahópi flugmála. Reykjavík sé orðin ein flugmengaðasta borg Evrópu og heilbrigðisteftirlitin í Reykjavík og Kópavogi fái mikið af kvörtunum vegna þessa. Mengunin eyðileggi jarðarfarir, útivist, sundferðir, tónleika, afmæli og brúðkaup. Bæði ISAVIA og samgönguráðuneytið viti af þessu en aðhafist ekkert.

„Ef kennsluvél hrapar á Barnaskóla Kársness, ef flugfari bregst yfir Alþingi, Ráðhúsi Reykjavíkur eða Hljómskálagarðinum, þá mun enginn geta sagt að aðvaranir hafi ekki verið gefnar. Þá mun þín ríkisstjórn bera ábyrgð á að hafa ekki tryggt öryggi íbúa með viðunandi hætti. Við krefjumst þess að lýðheilsa og öryggi almennings verði sett ofar forréttindum fárra,“ segir að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“