fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Hjón sýknuð aftur í gallamáli – Gallinn var ekki nógu mikill

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli kaupanda einbýlishúss gegn seljendunum, hjónum. Vildi kaupandinn meina að eignin hefði verið haldin göllum sem seljendurnir hefðu leynt. Bæði dómstigin töldu það ósannað en staðfestu að sannarlega hefðu gallar á eigninni verið til staðar en þar sem þeir væru ekki nógu umfangsmikilir rýrðu þeir ekki virði hússins nægilega mikið til að teljast gallar í skilningi laga.

Þess ber að geta að stefnandinn í málinu er kona en eiginmaður hennar keypti húsið árið 2018 en framseldi kröfuna til hennar. Fyrir héraðsdómi þótti sannað að húsið hefði verið haldin göllum vegna raka og myglu í loftum eldhúss og hjónaherbergis. Hins vegar voru hjónin sýknuð af kröfum konunnar á þeim grundvelli að gallar á fasteigninni hefðu ekki rýrt verðmæti hennar svo nokkru varðaði í skilningi laga um fasteignakaup. Auk þess var talið að hjónin hefðu ekki sýnt af sér saknæma háttsemi sem bakað gæti þeim skaðabótaábyrgð gagnvart konunni.

Konan krafðist um 20 milljóna króna í bætur og byggði það m.a. á álitsgerð dómskvadds matsmanns um að kostnaður við viðgerðir hefði verið um 10,2 milljónur. Héraðsdómur hafnaði flestum kröfum hennar en féllst á hluta aðalkröfu og miðaði við að kostnaður við viðgerðir á loftunum væri um 4,8 milljónir króna. Kaupverðið hefði hins vegar verið 140 milljónir króna og því teldist þessi galli ekki hafa rýrt verðmæti hússins svo nokkru næmi.

Umfangið

Konan féllst á niðurstöðu héraðsdóms um umfang gallans og lækkaði bótakröfu sína fyrir Landsrétti niður í 8,3 milljónir og vildi þá fá bætur fyrir viðgerðina og óbeint tjón.

Konan taldi hjónin hafa leynt gallanum og að hann hafi mátt rekja til framkvæmda sem þau hafi staðið fyrir. Því neituðu hjónin alfarið.

Landsréttur segir meðal annars að af söluyfirliti, sem lá fyrir við kaup hjónanna á húsinu árið 2013, megi ráða að framkvæmdir á eigninni hafi átt sér stað, meðal annars í eldhúsi, áður en hjónin keyptu hana. Auk þess hafi þau andmælt því að hafa ráðist í þær framkvæmdir sem orsakað hafi umrædda ágalla í loftum yfir eldhúsi og hjónaherbergi. Því fellst Landsréttur á það með héraðsdómi að ósannað teljist að orsakir gallans á eigninni megi rekja til framkvæmda á vegum hjónanna, auk þess sem ekki verði ráðið að þau hafi haft vitneskju um að frágangur vegna múrhúðar og rakasperru í loftum hafi verið ófullnægjandi.

Ósannað

Konan sagði hjónin hafa vitað um lekavandamál í húsinu en ekki upplýst um þau. Landsréttur fellst hins vegar á það með héraðsdómi að hjónin hafi brugðist við lekavandamálum sem tengdust ytra byrði og gluggum hússins.

Landsréttur telur ekki sannað að hjónin hefðu við sölu á húsinu haft vitneskju um gallana á því. Þar með hafi þau ekki vanrækt skyldur sínar og væru ekki skaðabótaskyld.

Landsréttur telur einnig ljóst að gallinn á húsinu uppfylli ekki kröfur laga um fasteignakaup um að rýra virði eignarinnar svo nokkru varði þar sem viðgerðarkostnaður sé undir fjórum prósentum af kaupverði eignarinnar en konan hafi krafist 5,3 milljóna króna vegna viðgerða og 4,8 milljóna til vara. Eins og áður segir var kaupverðið 140 milljónir króna. Landsréttur segir því ekki hægt að fallast á bótakröfu hennar.

Rétturinn segir sömuleiðis að í ljósi alls þessa sé ekki hægt að fallast á kröfu konunnar um bætur vegna leigu á húsnæði og geymslurými.

Hjónin voru því sýknuð af kröfum konunnar og þá í annað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“