

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem meðal annars er rætt við Sigríði.
Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á að í frumvarpinu, sem samþykkt var á þriðjudag, sé kveðið á um að þættir eins og íþróttaiðkun grunnskólanema og þátttaka þeirra í félagslífi geti haft áhrif við innritun. Þá sé framhaldsskólum veitt heimild til að líta á sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.
Sigríður segir að með því að taka námsárangur út fyrir sviga sé verið að mismuna nemendum.
„Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað,“ segir hún við Morgunblaðið og veltir fyrir sér hvort verið sé að gera samviskusömum nemendum erfiðara fyrir og minnka möguleika þeirra á því að komast inn í framhaldsskóla.
Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.