fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. desember 2025 08:00

Menntaskólinn í Reykjavík, MR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Ólafsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, gagnrýnir harðlega lagasetningu sem kveður á um að framhaldsskólum verði heimilt að líta til annarra þátta en einkunna þegar kemur að því að meta umsóknir nemenda um skólavist.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem meðal annars er rætt við Sigríði.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á að í frumvarpinu, sem samþykkt var á þriðjudag, sé kveðið á um að þættir eins og íþróttaiðkun grunnskólanema og þátttaka þeirra í félagslífi geti haft áhrif við innritun. Þá sé framhaldsskólum veitt heimild til að líta á sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.

Sigríður segir að með því að taka námsárangur út fyrir sviga sé verið að mismuna nemendum.

„Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað,“ segir hún við Morgunblaðið og veltir fyrir sér hvort verið sé að gera samviskusömum nemendum erfiðara fyrir og minnka möguleika þeirra á því að komast inn í framhaldsskóla.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Í gær

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“