fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 12:30

Arnar Eggert Thorodssen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen segir að aðeins með brotthvarfi Ísraels úr Eurovision sé hægt að koma keppninni á réttan kjöl aftur.

Sú ákvörðun framkvæmdastjórnar RÚV að taka ekki þátt í söngvakeppninni á næsta ári hefur vakið talsverða athygli, en ákvörðunin var tekin eftir að ljóst var að Ísrael yrði með í keppninni sem fram fer í Austurríki í maí næstkomandi.

Arnar Eggert skrifar aðsenda grein á vef Vísis um málið þar sem hann segir að ákvörðun RÚV um að sniðganga keppnina sé bæði brött og djörf þegar allt er tekið saman. En að sjálfsögðu sé hún hárrétt og færir hann rök fyrir því.

Sjá einnig: Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Hafi breytt keppninni í pólitískan leiksopp

„Manni finnst nánast kjánalegt að rifja sýknt og heilagt upp af hverju það sé algerlega óboðlegt að þjóð sem stundar fullsannað þjóðarmorð sé á sama tíma að taka þátt í söngvakeppnum og íþróttakeppnum eins og ekkert sé. Það er þá áhugavert að þeir þrír aðilar í útvarpsráði sem mótmæla ákvörðuninni tali um að „Eurovision er ekki vettvangur til að senda hvers konar pólitísk skilaboð á milli ríkja,“ segir hann í greininni og vísar í bókun fulltrúa minnihlutans, þeirra Ingvars Smára Birgissonar, Unnar Brá Konráðsdóttur og Sveins Óskars Sigurðssonar.

Arnar Eggert segir að þessi ákvörðun – og eitrun keppninnar í heild eins og hann orðar það – sé einmitt vegna þess að Ísrael er sjálft búið að breyta keppninni í pólitískan leiksopp til að hvítþvo sig af hörmungaraðgerðunum sem það stendur að.

„Ef þú ert að syngja og dansa og íþróttast, þá ertu gúddí gæi. Er það ekki? Þetta er pólitíkin sem er verið að stunda, hana viljum við út og þess vegna þarf Ísrael – sem er að nýta keppnina í annarlegum tilgangi og pólitískum – að fara úr keppninni. Einungis þannig er hægt að koma henni á réttan kjöl á nýjan leik,“ segir hann.

Ísland stendur í lappirnar

Að mati Arnars Eggerts er þessi sorglega þróun á reikning Ísraels en fyrst og fremst á reikning yfirstjórnar Eurovision sem ætti með réttu að vera búið að vísa Ísrael úr keppninni fyrir löngu.

„Til hvers eru SÞ, Amnesty, Rauði krossinn o.s.frv. þegar algild ákvæði og mannúðarsjónarmið gilda fyrir einn en ekki annan? Engin ein þjóð/ríkisstjórn hefur farið oftar á svig við alþjóðalög er kemur að stríðsrekstri en Ísrael og í skjóli Bandaríkjanna getur það gert það sem því sýnist,“ segir Arnar Eggert sem kveðst vongóður um framhaldið.

„Ég er að bíða eftir Domino-áhrifum og nú hefur Ísland lagt sín lóð á þær vogarskálar. Við erum að standa í lappirnar og standa með sjálfsögðum mannréttindum. Fólki er einfaldlega misboðið og megi sem flestar þjóðir feta í fótspor þeirra fimm sem sagt hafa sig úr keppni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu