fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór hörðum orðum um The New York Times og aðra fjölmiðla í langri færslu sem hann birti í nótt á Truth Social. Virðist það hafa farið fyrir brjóstið á forsetanum að miðlar séu að velta því fyrir sér hvort hann glími við aldurstengda heilsukvilla.

Reiðilesturinn hófst á upptalningu á ýmsum afrekum forsetans síðan hann tók við embætti.

„Það hefur aldrei áður verið forseti sem leggur jafn hart að sér og ég. Vinnudagurinn minn er lengstur og afrakstur minn bestur. Ég hef bundið endi á átta stríð, bjargað milljónum lífa í leiðinni, skapað besta efnahaginn í sögu þjóðar okkar, hef fengið fyrirtæki aftur til Bandaríkjanna í slíku magni að það hefur aldrei sést áður, hef endurbyggt herinn okkar, komið á mestu skattalækkunum og skorið niður meira í regluverkinu en nokkurn tímann hefur verið gert, ég er búinn að loka mjög opnu og hættulegu landamærum okkar fyrir sunnan, þrátt fyrir að fyrri ríkisstjórn hafi ekki tekist það, og skapað „áru“ umhverfis Bandaríkin sem hafa orðið til þess að hvert og eitt einasta land í heiminum virðir okkur meira nú en nokkru sinni áður.“

Síðan bætti Trump við að þrátt fyrir þessa hörkuvinnu hafi hann gefið sér tíma til að mæta reglulega í læknisskoðun og eins gengist undir þrjú taugasálfræðileg möt. Niðurstaðan hafi ávallt verið sú sama – að forsetinn sé við hestaheilsu. Trump segist efast um að starfsmenn The New York Times fengju fullt hús stiga úr slíku mati.

„Mér hefur verið sagt að fáum hafi tekist að fá hæstu einkunn á þessu mati og að í raun standi flestir sig mjög illa, og þess vegna hafa margir aðrir forsetar ákveðið að gangast ekki undir matið. Þrátt fyrir allt þetta, tímann og vinnuna, þá vilja The New York Times og fleiri láta eins og það sé byrjað að slá út fyrir mér að ég sé ekki eins skarpur og ég var áður eða að ég sé við bága líkamlega heilsu, vitandi að það er ekki satt og vitandi hversu hart ég legg að mér í vinnunni, líklega harðara en ég hef nokkru sinni áður. Ég mun vita það þegar byrjar að slá út fyrir mér og það er ekki byrjað. Eftir alla þá vinnu sem ég hef lagt í læknisskoðanir, hugræn próf og allt annað tel ég það í raun uppreisnargjarnt, kannski jafnvel landráð, af The New York Times og öðrum að birta stöðugt FALSKAR fréttir til að rægja og lítillækka „FORSETA BANDARÍKJANNA“. Þetta eru hinir sönnu óvinir fólksins og við ættum að gera eitthvað í þessu.“

Þessir aðilar hafi sagt rangt frá öllum kosningaúrslitum forsetans og ítrekað þurft að biðjast afsökunar á fréttaflutningi sínum. Forsetinn segir að það væri best fyrir bandarísku þjóðina að The New York Times leggi upp laupana og hætti útgáfu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun