
Héraðssaksóknari hefur ákært Selfyssing á sjötugsaldri fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni með því að hafa í tvo daga í desember árið 2022, átt í rituðum samskiptum á Snapchat undir notendanafninu „elli ruta“ við notendanafnið „sararut09“, en samkvæmt ákæru hélt hann að viðmælandinn væri 13 ára stúlka.
Samskiptin sem ákært er fyrir fólust meðal annars í eftirfarandi skilaboðum:
„viltu sjá mynd af honum á mér“
„hefur þú látið sleikja þig“
„en ertu tilbúin að ríða“
„hvernig viltu láta mig taka þig“
„vonandi ertu gröð núna“
„opnaðu píkuna og sendu mér“
„stingdu titraranum í þig“
Fleiri ósiðlegar athugasemdir af þessu tagi eru tilgreindar í ákærunni en maðurinn bað stúlkuna um að senda sér myndir af kynfærum hennar og brjóstum. Auk þess sendi hann heni mynd af berum kynfærum karlmanns.
Um sama leyti og meint brot voru framin var maðurinn myndbirtur á Twitter og kallaður barnaperri. Var myndin af honum merkt átakinu „Barnaperrar Exposed“. Í færslunni með myndinni var skrifað: „Djöfull væri ég til í að gera bróður account “barnaperrar lamdir í stöppu” sjá þetta ógeðslega gerpi brosandi“
Mögulegt er að þessi birting tengist gagnaöflun sem varð grundvöllur ákærunnar í málinu en það er þó ekki staðfest.
Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi þann 12. desember næstkomandi.