fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. desember 2025 07:52

Mynd frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi er enn í fullum gangi.

Morgunblaðið segir frá því í dag að hinn látni hafi verið af portúgölskum uppruna, en í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær kom fram að maðurinn hefði verið um fertugt.

Þá segir í frétt Morgunblaðsins að tæknimenn frá lögreglu hafi verið enn á vettvangi í gær, en lítið er gefið upp um rannsókn málsins.

Vignir Örn Oddgeirsson hjá tæknideild lögreglu segir við Morgunblaðið að aðstæður geti verið misflóknar, einnig þótt ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Hlutverk deildarinnar sé að meta hvort eitthvað brotlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins.

Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að tilkynning hafi borist um 11 leytið á sunnudagsmorgun um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi í Kópavogi.

„Hún hélt rakleiðis á vettvang, en maðurinn, sem var um fertugt, reyndist látinn er að var komið. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Skýrslutökur stóðu yfir í gær og er framhaldið í dag, en enginn er í haldi vegna málsins. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum