fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. desember ár hvert er bæði í kaþólskum löndum og lúterskum haldið upp á messu heilagrar Lúsíu. Á fjórðu öld færði Lúsía kristnum mönnum sem voru í felum frá Rómverjum mat. Segir sagan að hún hafi verið klædd í kyrtil og með blómakrans á höfðinu alsettan kertum. Lúsíu er minnst á þessum degi víða um hinn kristna heim en á Norðurlöndum er dagurinn einna fyrirferðarmestur í Svíþjóð. Þar í landi markar þessi dagur upphaf jólahátíðarinnar og í flestum skólum er yfirleitt ein eða fleiri stúlkur valdar til að vera Lúsía. Stúlkan eða stúlkurnar eru síðan klæddar eins og hún og síðan ganga fleiri börn í kyrtlum með ljós á eftir þeim í skrúðgöngu á meðan þau og aðrir viðstaddir syngja sænska texta við lagið Sancta Lucia sem er lag sem samið var í Napólí á 19. öld til heiðurs Lúsíu.

Algengara er orðið á síðari árum að strákar fái að vera Lúsía en ljóst er að þessi hefð á sér langa sögu og djúpar rætur í sænsku þjóðlífi en nú hafa stjórnendur leikskóla í Malmö lýst því yfir að börnunum finnist þetta tilstand og sjónarspil, að foreldrum þeirra viðstöddum, orðið óþægilegt, það ýti undir vanlíðan og það sé brot á réttindum þeirra. Til að draga úr vanlíðaninni verði því að banna foreldrum að vera viðstödd.

Í þessu myndbandi má sjá einfalda útskýringu á hefðunum í kringum Lúsíu-daginn í Svíþjóð.

Foreldrarnir

Aftonbladet fjallar um þetta mál en í leikskólanum hefur foreldrum verið bannað að vera viðstaddir Lúsíu-gönguna í ár. Stjórnendur segja börnunum líða illa yfir tilstandinu og finnast það óþægilegt að taka þátt og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé það brot á réttindum þeirra.

Mæður tveggja nemenda á leikskólanum segja bannið fáránlegt. Það verði að kenna svona litlum börnum á lífið en ekki taka alltaf á þeim með silkihönskum. Bannið gilti líka á síðasta ári en foreldrunum hefur verið boðið að sjá upptöku af göngunni. Önnur móðirin segir að í ár sé það hins vegar nýbreytni hjá skólanum að vísa til barnasáttmálans sem hefur verið lögfestur í Svíþjóð. Hún bendir á að ef vísa eigi til hans eigi bann við að foreldrar séu viðstaddir Lúsíu-göngur að gilda um allt land en ekki í einum leikskóla.

Bannið í Malmö er þó ekki einsdæmi. Í sveitarfélaginu Danderyd sem er skammt norður af Stokkhólmi hefur einnig slíku banni við að foreldrar séu viðstaddir Lúsíu-gönguna verið komið á. Í Danderyd eru meðaltekjur á íbúa þær hæstu í Svíþjóð. Byggir bannið á því að foreldrar hafi ekki virt bann við myndatökum á fyrri Lúsíu-göngum.

Ókunnugir

Hinar óánægðu mæður í Malmö segjast ekki vilja taka myndir heldur vera viðstaddar þessa stund í lífi barnanna. Þær benda á þetta sé opinber skóli sem geti þess vegna ekki verið með svona sérstakar reglur sem gildi ekki í öðrum opinberum skólum. Leikskólastjórinn segir hins vegar að börnunum finnist óþægilegt að vera í rauninni að halda sýningu fyrir fullt af ókunnugu fullorðnu fólki en plássið í skólanum sé takmarkað og þrengslin því nokkur sem auki enn á óþægindin fyrir börnin, vegna nálægðarinnar við fullorðnu gestina. Hlutverk skólans sé að skapa öruggt umhverfi og taka tillit til þarfa barnanna.

Menntamálayfirvöld í Malmö segja skólastjórann ráða þessu og þegar vísað sé til barnasáttmálans sýni það mikilvægi þess að skólastjórinn hafi gert faglegt og vandað mat á því sem sé börnunum fyrir bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?