fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. desember 2025 22:00

Atburðarrásinni var lýst á blaðamannafundi. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurs konar „busavígsla“ inn í slökkvilið í Flórída gekk allt of langt. Fjórir voru handteknir og ákærðir fyrir mannrán og líkamsárás eftir að 19 ára nýliði var hýddur með belti og pyndaður með vatni.

„Það sem gerðist var óásættanlegt, óafsakanlegt og gekk gegn öllum gildum slökkviliðsdeildarinnar okkar,“ sagði James Banta, slökkviliðsstjóri í Marion sýslu í Flórdía á blaðamannafundi eftir handtökurnar.

Fjórir slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn voru handteknir eftir ofbeldisfulla „busavígslu“ 19 ára nýliða í slökkviliðinu. Allir eru þeir á þrítugsaldri, það er Edward Kenny III 22 ára, Seth Day 22 ára, Tate Trauthwein 19 ára og Kaylee Bradley 25 ára.

Hinir þrír fyrstnefndu eru ákærðir fyrir mannrán, líkamsárás og rán samkvæmt yfirlýsingu lögregluembættisins í Marion sýslu þann 26. nóvember síðastliðinn. Bradley er ákærður fyrir rán og aðkomu að ráni.

Hýddu á berann rassinn

Á blaðamannafundi lýsti Billy Woods, lögreglustjóri, lýsti atburðarásinni á blaðamannafundinum. Vígslan, sem átti sér stað þann 16. nóvember á stöð númer 21 í bænum Ocala, byrjaði á því að mennirnir smurðu feiti í andlit nýliðans.

Vildu fjórmenningarnir komast í símann hans til þess að ná í TikTok myndband sem nýliðinn var með. Flúði hann út á bílastæði en þar náðu þeir honum og klæddu úr buxunum.

Þá notuðu þeir belti til þess að hýða hann á rassinn. Loks girtu þeir nærbuxurnar niður um hann og hýddu á berar rasskinnarnar. En nýliðinn vildi ekki láta þá hafa lykilorðið til að komast inn í farsímann.

Vatnspynding eins og í Abu Ghraib

Eftir þetta drógu þeir hinn hálfnakta nýliða út af bílastæðinu og á annan ótilgreindan stað. Þar settu þeir handklæði yfir andlit hans og helltu vatni. Það er beittu vatnspyndingu eins og algengt var í bandarískum herfangelsum í Íraksstríðinu svo sem Abu Ghraib.

Tekið var fram að nýliðinn hafi streist á móti og reynt að komast í burtu undan fjórmenningunum. Þeir hættu hins vegar ekki pyndingunum fyrr en það kom neyðarkall á stöðina og þeir þurftu að fara í björgunarleiðangur.

Reknir og handteknir

Þegar yfirmenn slökkviliðsins komust að því hvað hafði gerst þá hófu þeir samstundis rannsókn á málinu. Greindi áðurnefndur Banta frá því að allir fjórir gerendur í málinu hefðu verið leystir frá störfum og síðar handteknir.

Þrír þeirra hafa verið leystir úr gæsluvarðhaldi eftir að hafa greitt tryggingu. Óvíst er hvort mennirnir hafi játað glæp sinn eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þegar heilinn í þér byrjar að hrörna

Þetta er aldurinn þegar heilinn í þér byrjar að hrörna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klara segir lögregluna hafa lagt dóttur hennar í einelti – „Hún var ekki vandræðabarn, hún var rólegasta barn í heimi“

Klara segir lögregluna hafa lagt dóttur hennar í einelti – „Hún var ekki vandræðabarn, hún var rólegasta barn í heimi“