fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Ragnhildur segir fólk sem hagar sér svona siðferðislega gjaldþrota

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 12:35

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur, Ragga nagli, segir Neyðarkall Slysavarnafélagsins Landsbjargar endurspegla fjölbreytileika samfélagsins. Segir hún þá sem setja út á kallinn í ár mega skammast sín.

DV greindi frá því í gær að 19 ára félagi í björgunarsveit hefði komið miður sín heim eftir niðrandi athugasemdir um Neyðarkallinn í ár.

Sjá einnig: 19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Ragga alltaf hafa keypt Neyðarkallinn. Í ár var engin undantekning, enda 3500 krónur gjöf en ekki gjald segir Ragga til að styðja hið mikilvæga og óeigingjarna starf félagsins.

„Enda vitum við aldrei hvenær við þurfum á þeim að halda. Í anddyri matvöruverslunar hitti Naglinn indælan og glaðan sölumann Neyðarkallsins.“

Segist Ragga hafa keypt kall af honum um leið.

„Þegar pakkningin var tekin af kom í ljós að í ár er þessi dúllukall brúnn á hörund, og bros færðist yfir andlitið og fyrsta hugsun var hversu tímabært og mikilvægt að hann endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Því Íslendingar eru ekki bara arískir og hvítir á hörund með ljósar krullur og blá augu. Við erum ekki búin til í petrídisk í seinni heimsstyrjöldinni.

Íslendingar eru allskonar á litinn með margvíslegan uppruna.

Naglinn mun kaupa Neyðarkallinn hvort sem hann er svartur, brúnn, gulur, samkynhneigður, trans, karl, kona, berrassaður eða í sundbol.“

Mynd: Ragga nagli

Ragga segir það sorglegra en tárum taki að lesa að þarna úti sé

„virkilega mannskepnur sem ganga meðal vor og krulla efri vörina yfir húðlit Neyðarkallsins er sorglegra en tárum taki.

Þetta fólk er að mati Naglans siðferðislega gjaldþrota með sjóndeildarhring þrengri en nálarauga.

Slíkar skoðanir um húðlit og uppruna áttu einungis heima í teboði hjá Göbbels og Mengele.

Ekki í fjölmenningarsamfélögum samtímans þar sem við fögnum fjölbreytileika mannflórunnar. Skammist ykkar!!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi