fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 08:00

Mynd: Lögreglumaðurinn/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að fá það í fangið að hann gat framið það ódæði sem við vissum að hann gæti gert, var mikið sjokk,“ segir lögreglukonan Lilja Rún Kristjánsdóttir í viðtali í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins.

Í blaðinu lýsa þrír lögreglumenn – allt reynslumiklar konur í starfi – sláandi veruleika sem þær hafa búið við í starfi. Ber þeim saman um að úrræði til verndar starfsfólki sem sætir ofsóknum séu af skornum skammti.

Tvær þessara lögreglukvenna, Lilja Rún og Aníta Rut Harðardóttir, sættu árum saman áreitni af hálfu andlega veiks manns sem nú situr inni fyrir morð.

Fékk hana á heilann

Í viðtali við blaðið rifjar Lilja upp að hún hafi aldrei séð fyrir sér að verða lögreglumaður, en það breyttist eftir að hún sótti um starf í sumarafleysingum á Suðurnesjum árið 2011. Á þeim tíma var hún í Kennaraháskólanum en fór í lögregluskólann og útskrifaðist árið 2012.

Undanfarin sex ár hefur hún starfað í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áreitið í tilfelli Lilju hófst þegar hún vann í almennu deildinni á Hverfisgötunni þegar hún var að losa viðkomandi fanga úr klefa þar sem hann hafði verið tíður gestur.

„Ég þurfti að hleypa honum út nokkrum sinnum og taka af honum skýrslur. Í kjölfarið fær hann mig á heilann. Hann fór að senda gjafir á lögreglustöðina og hringja til að óska eftir mér. Hann fór að segja öðrum lögreglumönnum að ég væri konan hans. Hann skildi í eitt skiptið eftir hring á borðinu og sagðist vera orðinn eiginmaður minn. Þess vegna vildi hann svo síðar losa sig við manninn minn, sem ég byrjaði með eftir þessi samskipti,“ segir Lilja en áreitið stigmagnaðist yfir nokkurra ára tímabil.

Lýsti því sem hann ætlaði að gera

Hún segir að maðurinn hafi fengið dóm, meðal annars fyrir að rjúfa nálgunarbönn og sat hann inni um tíma. Hún rifjar upp að áreitið í tilfelli Lilju hafi sennilega náð hámarki þegar hann hringdi í Neyðarlínuna og lýsti þar yfir hvernig hann ætlaði að myrða manninn hennar.

„Þessu var ekki tekið alvarlega fram að þessu. Hann nefndi þar ákveðinn dag og lýsti því nákvæmlega sem hann ætlaði að gera,“ rifjar Lilja upp og hefur Aníta Rut samskonar sögu að segja af áreiti mannsins. Hann hafi hótað að drepa eiginmann hennar.

Í viðtalinu kemur fram að bæði Lilja og Aníta hafi þurft að flýja heimili sín í kjölfar hótana. Ríkislögreglustjóri hafi virkjað sérsveitina og sett vakt við heimili þeirra eftir að eiginmanni Anítu var hótað.

Þungbært símtal

Aníta segir í viðtalinu að það hafi verið þungbært að fá símtal, mánuði eftir að maðurinn losnaði úr fangelsi, þar sem henni var sagt að maðurinn hefði myrt nákominn ættingja sinn. Segja þær að fréttirnar hafi kallað fram létti en sektarkennd á sama tíma.

Aníta segir að þær hafi orðið fyrir öðru áfalli þegar dómari ákvað að ekki bæri að gera manninum refsingu. Var honum gert að sæta öryggisvistun á réttardeild þó hann væri dæmdur sakhæfur. Niðurstaðan gerir það að verkum að þær vita ekki hvort og hvenær hann mun ganga laus.

„Það er mjög óþægilegt að vita til þess að maður gæti einn daginn mætt honum úti á götu,“ segir Aníta og Lilja tekur í sama streng. „Við vitum hvar hann er en við þurfum alltaf að vera vakandi.“

Ítarlega umfjöllun um málið má finna í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu