fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að fara óvenjulega leið til að kaupa sér dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið í Lögbirtingablaðinu ákæra á hendur karlmanni frá Georgíu. Er hann ákærður ásamt lettneskum karlmanni fyrir brot gegn lögum um útlendinga. Samkvæmt ákærunni gekk Georgíumaðurinn í hjónaband með lettneskri konu eingöngu í þeim tilgangi að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi. Er lettneski karlmaðurinn ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en konunni var samkvæmt ákærunni heitið því að hún fengi greitt fyrir að ganga í hjónabandið.

Georgíumaðurinn er nokkuð eldri en lettarnir. Hann er um fertugt en lettneski karlmaðurinn er á þrítugsaldri en konan er um tvítugt. Hafa ber í huga að sem borgarar EES-ríkis þurfa lettneskir ríkisborgarar ekki dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt ákærunni er lettneski karlmaðurinn með íslenska kennitölu og skráður til heimilis hér á landi.

Samkvæmt ákærunni gengu Georgíumaðurinn og lettneska konan í hjónaband í Georgíu í mars 2024 eingöngu til þess að afla honum dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Komu þau til Íslands tveimur dögum eftir giftinguna. Samkvæmt ákærunni lofaði hann konunni því að hún fengi greiðslu þegar hann fengi dvalarleyfi á Íslandi.

Lettneski karlmaðurinn er ákærður fyrir hlutdeild í broti Georgíumannsins með því að sannfæra konuna um að giftast manninum og að ferðast með hjónunum til Íslands eftir að giftingin hafði farið fram í Georgíu.

Er þess krafist að mennirnir tveir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Líklega hefur Lettanum þegar verið birt ákæran þar sem í auglýsingunni í Lögbirtingablaðinu er eingöngu Georgíumaðurinn kvaddur til að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness þegar málið verður tekið fyrir í næsta mánuði. Mæti hann ekki á meðan málið verður til meðferðar má búast við því að það verði metið sem ígildi játningar og að dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
Fréttir
Í gær

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti