fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi og húseigandi í miðborg Reykjavíkur hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar um að hann skuli koma garðvegg á lóð sinni í fyrra horf og þangað til hann geri það verði lagðar á hann dagsektir. Segir íbúinn að byggingarfulltrúinn hafi ranglega sakað hann um að hafa rofið vegginn án leyfis þvert á móti hafi hann endurbyggt hann en málið tengist einnig beiðni íbúans um að fá að koma fyrir bílastæði á lóðinni en því hafnaði borgin.

Í bréfi byggingarfulltrúans í Reykjavík til íbúans í júlí 2025, kom fram að deild afnota og eftirlits hjá umhverfis- og skipulagssviði hefði haft til skoðunar framkvæmdir á lóð hans. Búið væri að fjarlægja hluta af steyptum garðvegg með breyttri aðkomu á lóð. Rakið var í bréfinu að íbúinn hefði sótt um breytta aðkomu að lóð sinni með gerð bílastæðis en þeirri beiðni hafi verið hafnað þar sem hún samræmdist ekki hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi. Var íbúanum gert að færa garðvegginn til fyrra horfs, en ef ekki yrði orðið við þeim tilmælum áformaði byggingarfulltrúi að leggja á dagsektir. Krafðist íbúinn þess að ákvörðun byggingarfulltrúa yrði afturkölluð. Byggingarfulltrúinn hafnaði því í október 2025 og tók ákvörðun um álagningu dagsekta að fjárhæð 25.000 krónur. Lagði íbúinn í kjölfarið fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Stjórnarskráin

Í kærunni kemur fram að íbúinn telji ákvörðun byggingarfulltrúans ganga gróflega á heimildir hans til að nýta sér eignarheimild sína sem vernduð sé af stjórnarskránni. Ákvörðunin sé byggð á röngum grunni, m.a. þar sem hann hafi endurbyggt hinn steypta garðvegg en ekki rofið hann. Endurbygging garðveggjarins fari saman við hverfisvernd svæðisins. Ákvörðunin sé haldin verulegum ágöllum sem leiða eigi til ógildingar hennar.

Íbúinn fór fram á að réttaráhrifum ákvörðunarinnar verði frestað á meðan kæran sé til meðferðar hjá nefndinni, með öðrum orðum að dagsektirnar yrðu ekki lagðar á hann á meðan. Sagði íbúinn blasa við að kæruheimild yrði þýðingarlaus með öllu ef ekki yrði fallist á frestun réttaráhrifa. Um íþyngjandi ákvörðun væri að ræða sem beindist eingöngu að honum og hefði í för með sér verulegan tilkostnað, rask og verðmætasóun.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varð við því að fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar á meðan hún hefur kæru íbúans til meðferðar. Segir nefndin að ekki liggi fyrir knýjandi ástæður sem geri það að verkum að varhugavert sé að bíða eftir niðurstöðu nefndarinnar um kæruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“