
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og ríkið af kröfum Ávakurs, útgefanda Morgunblaðsins, sem krafðist þess að úrskurður Fjölmiðlanefndar um að Morgumblaðið hefði gerst sekt um að birta duldar auglýsingar (dulin viðskiptaboð) með ýmsum fréttum þar sem fjallað var með jákvæðum hætti um vörur tiltekinna fyrirtækja, til dæmis vörur frá Hagkaupum, Mjólkursamsölunni, Nóa-Síríus, Te og kaffi og fleiri aðilum, án þess að efnið væri merkt sem auglýsing eða samstarf. Var lögð sekt á Árvakur vegna brotanna að fjárhæð 1,5 milljónir króna. Auk ógildingar á úrskurðinum krafðist Árvakur þess að fá sektina endurgreidda.
Árvakur þverneitaði því að um duldar auglýsingar hefði verið að ræða heldur hafi blaðamenn einfaldlega skrifað fréttir um vörur sem þeim þótti áhugaverðar samkvæmt fréttamati þeirra og töldu að upplýsingarnar ættu erindi við almenning. Er bent á að engar greiðslur hafi komið fyrir birtingu efnisins. Héraðsdómur segir raunar vera óumdeilt að ekki hafi verið greitt fyrir efnið.
Þrátt fyrir þetta telur héraðsdómur að framsetning á vörumerkjum viðkomandi fyrirtækja í fréttunum hafi verið með þeim hætti að þar hafi verið um duldar auglýsingar að græða. Breyti það engu þó að engar greiðslur hafi komið fyrir við miðlun efnisins.
Eru Fjölmiðlanefnd og ríkið því sýknuð af kröfum Árvakurs sem þarf auk þess að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dóminn má lesa hér.