fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. október 2025 14:30

Tómas Kristjánsson formaður Rafbílasambands Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílasamband Íslands leggst hart gegn fyrirhuguðu kílómetragjaldi. Bent er á að sveitarfélögin fái ekki krónu af gjaldinu þrátt fyrir að meirihluti ökutækja keyri á vegakerfi þeirra.

Í umsögn Rafbílasambandsins, sem formaðurinn Tómas Kristjánsson skrifar, segir að endurflutt frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki sé illa útfært, sett fram undir fölskum forsendum, stangist á við skuldbindandi loftslagsmarkmið og sé heilt yfir óþarft.

„Eins og Rafbílasamband Íslands hefur áður bent á þá er skattlagning á rafbíla óhófleg, ósanngjörn og líkleg til að hafa verulega neikvæð áhrifá orkuskipti í samgöngum,“ segir í umsögninni við frumvarpið. „Þannig gangi það gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í samgöngum að láta eigendur rafbíla borga kílómetragjald sem þrefaldar ferðakostnað venjulegs rafbíls.“

Hvergi innleitt

Nefnt er meðal annars að kílómetragjaldið gangi ekki til þjóðvegakerfisins þrátt fyrir að vera sett fram vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu, að fullyrðingar um samdrátt í tekjuöflun af ökutækjum séu ekki réttar, að innan við 1,8 prósent af tekjum ríkisins fari í framkvæmdir á þjóðvegakerfinu, að kílómetragjald sé eini skatturinn sem sé innheimtur eftir ólöglegum mæli og að sveitarfélögin fái ekkert af kílómetragjaldinu.

Sjá einnig:

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

„Kílómetragjald af fólksbílum, þ.m.t. rafbílum hefur hvergi verið innleitt í Evrópu. Í Noregi var hætt við innleiðingu á kílómetragjaldi vegna þess hversu ósanngjarn skatturinn er,“ segir Tómas í umsögninni.

Kolröng skilaboð

Með tilkomu gjaldsins hækkar skattbyrði á ökutæki sem eyði minna en 7,5 lítrum á 100 kílómetra, mest á rafbíla eða um 200 prósent. En lækkar hins vegar á eyðslumeiri ökutæki, mest á þunga flutningabíla.

„Einfaldur útreikningur á kílómetragjaldinu sýnir því að kílómetragjald hyglir eigendum stórra, mengandi og eyðslufrekra ökutækja á kostnað þeirra sem menga minna. Þeim mun stærra og mengandi sem ökutækið er, þeim mun meiri er sparnaðurinn fyrir eigandann við að borga kílómetragjald frekar en bensín- eða olíugjald,“ segir í umsögninni. „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið sem getur hagnast verulega á því að nýta innlenda sjálfbæra orku í samgöngum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta