fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins segist hafa nýlega verið farþegi í leigubíl hér á landi. Hún hafi tekið bílstjórann, sem sé frá öðru Evrópuríki, tali og hann hafi tjáð henni að honum líki vel að búa Íslandi og hafi náð að koma sér vel fyrir. Þegar hún hafi spurt manninn hvort hann vildi ekki reyna að læra einhverja íslensku hafi svarið verið að hann þyrfti þess ekki. Halla Hrund segir ljóst að maðurinn sé langt í frá sá eini af erlendum uppruna sem líti svona á íslenskuna og þróunin sé að verða sú að hægt sé að eiga ágætis líf á Íslandi án þess að kunna neitt í íslensku. Við þessu þurfi að bregðast.

Halla Hrund segir frá þessu í aðsendri grein á Vísi. Hún segir leigubílstjórann hafa sagt við sig:

„Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna.“

Hún segir manninn hafa búið hér í nokkur ár, tala varla orð á íslensku en augljóslega verið metnaðarfullur og hlýr ungur maður. Hann komi frá landi í Evrópu og hafi starfað þar sem slökkviliðsmaður en komið hingað í leit að betra lífi. Með þrautseigju í byggingarvinnu og leigubílaakstri hafði hann náð því sem marga Íslendinga dreymi um, að kaupa sér íbúð. Halla segist hafa spurt unga manninn um framtíðaráform hans:

„Þegar ég spurði hvort hann ætlaði þá að setjast hér að, svaraði hann án hiksta: „Já, Ísland er frábært land, hér er gott að búa.“ En þegar ég spurði hvort hann ætlaði að læra íslensku svaraði: „Við hvern á ég eiginlega að tala? Ég þekki engan Íslending.““

Maðurinn sagði Höllu Hrund að hann hefði farið á ýmis námskeið í íslensku en aldrei náð að æfa sig. Vinir hans séu allir frá öðrum löndum og utan vinnu komist hann ágætlega af með ensku.

Ekki sá eini

Halla Hrund segir sögu þessa manns ekki vera einstaka. Fólk sem flytjist hingað erlendis frá og líki vel komist ágætlega af án þess að kunna nokkuð í íslensku. Ljóst sé að erlendu vinnuafli hafi fjölgað mjög hratt á undanförnum árum og íslenskan eigi víða í samfélaginu í vök að verjast. Nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og fjárfesta í að styrkja stoðir íslenskunnar.

Vísar Halla Hrund í þingsályktunartillögu sem hún hefur lagt fram en samkvæmt henni yrði eldri borgurum boðin hlutastörf sem fælust í því að hjálpa fólki sem hefur ekki íslensku að móðurmáli að æfa sig í að eiga samræður á íslensku. Sjálf hafi hún fengið slíka hjálp við að bæta frönskukunnáttu sína.

Sumir hafa þó gert grín að tillögunni:

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Halla Hrund segir að tillagan sé hins vegar aðeins ein af mörgum mögulegum aðgerðum og dugi ekki ein og sér. Hún vísar til ábyrgðar fyrirtækja sem ráði til sín erlent starfsfólk og segir þeim bera skylda til að efla íslenskuna á vinnustaðnum.

Segir Halla Hrund að standa þurfi vörð um íslenskuna en það sé ekki hægt að krefjast þess að útlendingar nái fullkomnum tökum á málinu. Á sama tíma hafi íslenskukunnáttu innfæddra Íslendinga hrakað ekki síst fyrir tilstuðlan snjallsíma.

Stjórnvöld verði að leggja meira fjármagn í eflingu íslenskunnar en hinn almenni borgari geti líka tekið þátt:

„En við hin getum líka lagt okkar af mörkum og spurt okkur: Get ég verið hluti af lausninni hvern dag með því að kenna einhverjum nýtt orð?“

Grein Höllu Hrundar í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“
Fréttir
Í gær

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg