fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ung kona stefnir meintum barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Reykjaness

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. október 2025 20:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd árið 2000 hefur höfðað mál á hendur manni fyrir hönd sonar síns sem fæddur er árið 2022. Er þess krafist að dæmt verði að hinn stefndi, karlmaður fæddur árið 1997, sé faðir drengsins. Einnig er þess krafist að hann verði dæmdur til að greiða einfalt meðlag með barninu frá fæðingur þess til 18 ára aldurs.

Fólkið er erlent en ekki er vitað um heimilisfang hins meinta föður. Konan kom hingað til lands árið 2022 og fæddi drenginn síðar á árinu, á fæðingardeild Landspítalans. Henni var veist dvalarleyfi hér á landi, sem hefur verið endurnýjað og gildir nú til 5. mars 2026.

Faðir drengsins er tiltekinn maður, fæddur árið 1997, sem konan hefur nefnt. Ekki liggur fyrir hvar hann er búsettur eða dvelst nú. Af samskiptum móður við föður í gegnum samfélagsmiðla telur hún líkur á að hann sé staddur á Möltu, en það er óstaðfest.

Meintur faðir hefur aldrei komið til Íslands og aldrei hitt meintan son sinn. Í vor lagði móðirin fram beiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um öflun faðernisviðurkenningar á grundvelli ákvæða barnalaga. Seint í ágústmánuði tilkynnti sýslumaður, að þar sem stefndi hefði ekki sinnt boðun í vitðtal til að tjá sig um erindið, væri málinu vísað frá. Var móður leiðbeint um að leita til lögmanns og höfða dómsmál til feðrunar barnsins samkvæmt barnalögum.

Hinum meinta föður er birt fyrirkall um að mæta til Héraðsdóms Reykjaness þann 26. nóvember, þar sem málið verður þingfest. Mæti hann ekki verður úrskurðað í málinu í fjarveru hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Í gær

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku