fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Ung kona stefnir meintum barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Reykjaness

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. október 2025 20:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd árið 2000 hefur höfðað mál á hendur manni fyrir hönd sonar síns sem fæddur er árið 2022. Er þess krafist að dæmt verði að hinn stefndi, karlmaður fæddur árið 1997, sé faðir drengsins. Einnig er þess krafist að hann verði dæmdur til að greiða einfalt meðlag með barninu frá fæðingur þess til 18 ára aldurs.

Fólkið er erlent en ekki er vitað um heimilisfang hins meinta föður. Konan kom hingað til lands árið 2022 og fæddi drenginn síðar á árinu, á fæðingardeild Landspítalans. Henni var veist dvalarleyfi hér á landi, sem hefur verið endurnýjað og gildir nú til 5. mars 2026.

Faðir drengsins er tiltekinn maður, fæddur árið 1997, sem konan hefur nefnt. Ekki liggur fyrir hvar hann er búsettur eða dvelst nú. Af samskiptum móður við föður í gegnum samfélagsmiðla telur hún líkur á að hann sé staddur á Möltu, en það er óstaðfest.

Meintur faðir hefur aldrei komið til Íslands og aldrei hitt meintan son sinn. Í vor lagði móðirin fram beiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um öflun faðernisviðurkenningar á grundvelli ákvæða barnalaga. Seint í ágústmánuði tilkynnti sýslumaður, að þar sem stefndi hefði ekki sinnt boðun í vitðtal til að tjá sig um erindið, væri málinu vísað frá. Var móður leiðbeint um að leita til lögmanns og höfða dómsmál til feðrunar barnsins samkvæmt barnalögum.

Hinum meinta föður er birt fyrirkall um að mæta til Héraðsdóms Reykjaness þann 26. nóvember, þar sem málið verður þingfest. Mæti hann ekki verður úrskurðað í málinu í fjarveru hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“