fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að öllum viðræðum um viðskipti við Kanada, þar á meðal um tollamál, hafi verið slitið. Ástæðan er gagnrýnin auglýsing á þá tolla sem hann hefur lagt á Kanada.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Trump virðist hafa móðgast vegna auglýsingarinnar sem ríkisstjórn Ontaríó-fylkis í Kanada stóð að. Í henni var meðal annars vitnað í gömul ummæli Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta og táknmyndar íhalds í Bandaríkjunum, þar sem hann sagði að tollar skaði hvern einasta Bandaríkjamann.

Trump skrifaði á Truth Social að auglýsingin væri „FÖLSUГ og „ófyrirgefanleg“ og bætti við að viðræðum um viðskipti væri „hér með slitið“.

Í frétt BBC er rifjað upp að stjórn Trumps hafi lagt 35% tolla á margar kanadískar innflutningsvörur, auk tolla sem beinast að tilteknum atvinnugreinum, svo sem bíla- og stálframleiðslu. Ontaríó-fylki hefur fundið sérstaklega fyrir aðgerðunum.

Í auglýsingunni sem vísað er til heyrist rödd Reagans úr ávarpi frá árinu 1987 þar sem hann fjallaði um utanríkisviðskipti. Hún er um ein mínúta að lengd, og í henni sjást myndir af bandarísku kauphöllinni og vinnukrönum, þar sem bandaríski og kanadíski fáninn mynda bakgrunn.

Í lauslegri þýðingu heyrist Reagan segja meðal annars:

„Þegar einhver segir: „Við skulum leggja tolla á erlendar innflutningsvörur,“ virðist það sem verið sé að gera eitthvað þjóðrækið og vernda bandarískar vörur og störf. Og stundum, í skamman tíma, virkar það – en aðeins um stund. Til lengri tíma litið skaða slík höft hvern einasta Bandaríkjamann, bæði vinnandi fólk og neytendur. Háir tollar leiða óhjákvæmilega til mótvægisaðgerða frá erlendum ríkjum og ýta undir viðskiptastríð […] Markaðir dragast saman, fyrirtæki loka og milljónir manna missa vinnuna.“

Í frétt BBC segir að Ronald Reagan-forsetastofnunin hafi gefið út yfirlýsingu þar sem auglýsingin var gagnrýnd. Hljóðbútarnir úr ræðu Reagans hafi verið valdir af kostgæfni og skapað villandi mynd af orðum forsetans fyrrverandi. Þá hafi yfirvöld í Ontaríó ekki leitað til stofnunarinnar áður en auglýsingin var birt. Stofnunin sagðist nú vera að íhuga lagalega stöðu málsins.

Í yfirlýsingu sinni á Truth Social vísaði Trump til gagnrýni Ronald Reagan-stofnunarinnar og sagði að markmið auglýsingarinnar væri að hafa áhrif á væntanlega ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna í nóvember um hvort víðtækir tollar bandarískra yfirvalda á vörur margra þjóða væru löglegir.

Mikið er undir, því fari svo að tollarnir verði dæmdir ólögmætir gætu bandarísk yfirvöld þurft að endurgreiða milljarða dollara sem innheimtir hafa verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ