

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir skrif sín í gær um Norðurál hafa þyrlað upp moldviðri og verið rangtúlkuð.
Egill sagði umræðu um bilun hjá Norðuráli á Grundartanga staðfesta hversu hagsmunasamtök á Íslandi væla mikið. Ætti það við um flest þeirra: Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og svo framvegis.
„Það er voða sjaldan að maður heyrir eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt úr þessari átt. Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu.“
Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra svafraði Agli á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir skrif hans opinbera ótrúlega lítinn skilning á mikilvægi verðmætasköpunar í okkar samfélagi.
Egill segir færslu sína hafa þyrlað upp smá moldviðri og verið rangtúlkuð að hann haldi til að skora pólitísk mörk.
„Færslan fjallaði ekki um verðmætasköpun eða hagvöxt eða neitt slíkt, heldur nefndi ég hversu miklir kveinstafir heyrast gjarnan í hagsmunasamtökum hérlendis. Í framhaldi hlýtur maður að nefna hversu greiða leið söngur hagsmunasamtaka á inn í fjölmiðlana. Það stafar náttúrlega af því hversu veikir þeir eru og hversu síurnar inn í þá eru orðnar lélegar. Fyrirstaðan er lítil og oft auðveldara að birta hagsmunamálflutninginn hráan en að gera sjálfstæða skoðun – doubletékka eins og það kallast á vondu máli.“
Egill segir hagsmunaaðilaana einnig oft með sínar áróðursvélar, sem eru hvort tveggja vel mannaðar og fjármagnaðar. Stundum min betur en fjölmiðlarnir.
„Hagsmunasamtök eiga líka mjög greiða leið inn í pólitíkina – ein skýringin er hið mikla ráðherraræði sem hér ríkir. Það eru dæmi um að ráðherrar séu nánast eign hagsmunasamtaka. Niðurstaðan er – hagsmunasamtök ráða gríðarlega miklu á Íslandi en við skyldum taka málflutningi þeirra með fyrirvara. Reynslan segir okkur að það borgar sig.“