fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir skrif sín í gær um Norðurál hafa þyrlað upp moldviðri og verið rangtúlkuð.

Egill sagði umræðu um bilun hjá Norðuráli á Grundartanga staðfesta hversu hagsmunasamtök á Íslandi væla mikið. Ætti það við um flest þeirra: Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og svo framvegis.

Það er voða sjaldan að maður heyrir eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt úr þessari átt. Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu.

Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra svafraði Agli á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir skrif hans opinbera ótrúlega lítinn skilning á mikilvægi verðmætasköpunar í okkar samfélagi.

Sjá einnig: Allt á suðupunkti á milli Jóns og Egils Helga:„Hvaðan sem þú kemur Egill lýsa þessi skrif þín mikilli vanþekkingu“

Egill segir færslu sína hafa þyrlað upp smá moldviðri og verið rangtúlkuð að hann haldi til að skora pólitísk mörk. 

Færslan fjallaði ekki um verðmætasköpun eða hagvöxt eða neitt slíkt,  heldur nefndi ég hversu miklir kveinstafir heyrast gjarnan í hagsmunasamtökum hérlendis. Í framhaldi hlýtur maður að nefna hversu greiða leið söngur hagsmunasamtaka á inn í fjölmiðlana. Það stafar náttúrlega af því hversu veikir þeir eru og hversu síurnar inn í þá eru orðnar lélegar. Fyrirstaðan er lítil og oft auðveldara að birta hagsmunamálflutninginn hráan en að gera sjálfstæða skoðun – doubletékka eins og það kallast á vondu máli.“ 

Egill segir hagsmunaaðilaana einnig oft með sínar áróðursvélar, sem eru hvort tveggja vel mannaðar og fjármagnaðar. Stundum min betur en fjölmiðlarnir. 

Hagsmunasamtök eiga líka mjög greiða leið inn í pólitíkina – ein skýringin er hið mikla ráðherraræði sem hér ríkir. Það eru dæmi um að ráðherrar séu nánast eign hagsmunasamtaka. Niðurstaðan er – hagsmunasamtök ráða gríðarlega miklu á Íslandi en við skyldum taka málflutningi þeirra með fyrirvara. Reynslan segir okkur að það borgar sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“