fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. október 2025 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélag Akraness, segir að ríkisstjórnin verði að skipta um kúrs til að mæta gífurlegum áföllum og samdrætti í útflutningstekjum þjóðarinnar.

Tilefnið er frétt dagsins, alvarleg bilun í álveri Norðuráls á Grundartanga, sem skerðir afkastagetu álversins um tvo þriðju næstu mánuði, jafnvel í allt að árstíma.

Sjá einnig: Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Hins vegar er þetta ekki eina áfallið sem þjóðarbúið er að verða fyrir og segir Vilhjálmur morgunljóst að útflutningstekjur þjóðarinnar dragist saman um tugi milljarða á næstu mánuðum. Segir hann að á sama tíma sé í gangi af hálfu ríkisstjórnarinnar ofurskattlagning á skemmtiferðaskip sem geti valdið minnkandi umsvifum. Einnig nefnir hann lokun PCC á Bakka og samdrátt í framleiðslu járnblendiverksmiðju Elkem.

Hvað er eiginlega að gerast í íslensku samfélagi? spyr Vilhjálmur og skrifar:

„Mikilvægt er að almenningur átti sig á því að það er gjaldeyrisskapandi verðmætasköpun sem heldur öllum tannhjólum samfélagsins gangandi – hún stendur undir velferðinni, þjónustunni, atvinnunni og lífskjörunum. Ef sú framleiðsla hrynur, þá tekur allt hagkerfið hliðarskref.

Stjórnvöld og þingheimur verða að átta sig á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Ef það gerist ekki, þá er morgunljóst að illa getur farið fyrir gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum landsins – atvinnugreinum sem eru grunnstoðir íslensks efnahagslífs.

Það er kominn tími til að þingheimur allur girði sig í brók og átti sig á þeirri alvarlegu stöðu sem farin er að teiknast upp í íslensku efnahagslífi. Við þurfum á ábyrgum ákvörðunum að halda – ekki frekari óvissu, skattpíningu og skammsýni sem veikja verðmætasköpunina.

Á sama tíma og þetta gerist dregur Seðlabanki Íslands allt súrefni frá heimilum og fyrirtækjum með himinháum stýrivöxtum – eitthvað verður að breytast áður en alvarlegur skaði verður óafturkræfur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina