fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Pipar\TBWA vann að verðlaunaðri auglýsingaherferð fyrir Kanadíska sjávarafurðasjóðinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pipar\TBWA á Íslandi vann að verðlaunaðri auglýsingaherferð fyrir Kanadíska sjávarafurðasjóðinn.

Herferðin hlaut RED Dot verðlaunin í flokki vörumerkja og hönnunar.

Kanadíski sjávarafurðasjóðurinn (Canadian Seafood Treasures) er nýr sjóður sem Atlantshafsráð botnfisks (Atlantic Groundfish Counsil) í Kanada stofnaði. Ein af þeim áskorunum sem sjóðurinn tekst á við er að skapa verðmæti á grundvelli uppruna fisksins þar sem í raun enginn hefur beinan hvata að því að kynna hann, eins og kemur fram í tilkynningu.

„Fiskurinn sjálfur er ekki með lógói en mikilvægt er að neytendur tengi upprunann við gæði,“ segir Valgeir Magnússon, stefnumótunarsérfræðingur, framkvæmdastjóri SDG\TBWA og Scandinavian Design Group auk þess að vera stjórnarformaður Pipar\TBWA. Hann bætir við að það að vinna Red Dot-verðlaunin sé mikill heiður.

Auglýsingaherferðin hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í að skapa raunverulegt vörumerkjagildi á mjög einsleitum alþjóðlegum sjávarafurðamarkaði, að mati dómnefndar, og var unnið í samstarfi Pipar\TBWA á Íslandi og dótturfélaga þess í Noregi, SDG\TBWA og Scandinavian Design Group (SDG) í Noregi ásamt TBWA\Copenhagen í Danmörku.

Red Dot er alþjóðlegur viðurkenndur gæðastimpill á framúrskarandi hönnun. Stefnumótunarstjórnun var í höndum Valgeirs Magnússonar í Noregi, Darra Johansen hjá Pipar\TBWA á Íslandi og Louise Sonne – Bergstrom hjá TBWA\Copenhagen í Danmörku. Verkefnisstjóri, Carita Jonassen, sá um samræmingu framkvæmda frá SDG\TBWA í Ósló.

„Áskorunin er til staðar, sérstaklega á markaði þar sem milliliðir og verslunarkeðjur hagnast ekki endilega á því að uppruninn sé annar en landið þar sem varan er seld. Fáar markaðsaðgerðir á sjávarafurðum hafa náð árangri í að ýta undir verðmæti upprunans.” Valgeir segir þekktasta dæmið vera norska laxinn, sem neytendur tengja við gæði. „Það sem við höfum náð að gera hér með kanadískum hvítfiski sannar að það er hægt að byggja undir sömu hugrenningartengsl og norski laxinn nýtur á alþjóðamörkuðum.”

Hann segir að tekist hafi að breyta flókinni áskorun í samkeppnisforskot á erlendri grundu. „Þetta sýnir að hægt er að ná árangri í að lyfta virði í greininni með skýrri stefnu og góðri hönnun.”

Valgeir segir herferðina hannaða til að ná til nýrra viðskiptavina á mörkuðum víðs vegar um Evrópu, Asíu og Afríku. Markmiðið hafi verið að endurstaðsetja kanadískar bolfisktegundir og botnfisktegundir, aðallega karfa og kola, með því að marka upprunann sem tákn um gæði. „Betri lífsskilyrði fisks leiða af sér betri afurð.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“