fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. október 2025 08:50

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að minna sé nú fjallað um kórónuveirufaraldurinn sem reið yfir heimsbyggðina fyrir nokkrum árum er það ekki svo að veiran skæða sé með öllu horfin.

Tvö ný afbrigði veirunnar, sem fengið hafa viðurnefnin Stratus og Nimbus, hafa látið á sér kræla á Bretlandseyjum það sem af er hausti og hefur fjöldi smita tvöfaldast síðan í ágúst.

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa í ljósi þessa sett af bólusetningarátak fyrir veturinn og hafa milljónir landsmanna verið hvattir til að mæta í COVID- og inflúensusprautur þar sem innlögum á spítala er farið að fjölga.

Breska sóttvarnarstofnunin (UKHSA) segir að jákvæðum prófum hefði fjölgað úr 7,6 prósentum í 8,4% á einni viku á meðan innlögum fjölgaði úr 2,0 í 2,73 á hverja 100 þúsund íbúa á sama tíma.

Nýju afbrigðin virðast bera með sér nokkuð dæmigerð einkenni en líka ódæmigerð einkenni eins og Dr. Aaron Glatt, bandarískur sérfræðingur í smitsjúkdómum, lýsti í samtali við Today.com.

„Sjúklingar hafa kvartað undan mjög miklum sársauka í hálsinum – eins og hálsinn væri þakinn rakvélablöðum,“ segir hann. „Þó þetta sé ekki eitt af dæmigerðum einkennum Covid-19 hefur þessi lýsing verið notuð af sumum þeirra sem smitast hafa af nýjustu afbrigðunum,“ segir hann.

Nýju afbrigðin hafa einnig valdið kunnuglegri Covid-einkennum eins og hita, höfuðverk, hósta og nefrennsli.

Sérfræðingar leggja þó áherslu á að afbrigðin sé á engan hátt hættulegri en fyrri afbrigði. Veiran hafi tekið breytingum í gegnum árin og eigi auðveldara með að dreifa sér á milli fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þá blasti við mér lítið barn í miðjum eldinum”

„Þá blasti við mér lítið barn í miðjum eldinum”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Í gær

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi