fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. október 2025 14:30

Mawson er grunaður um ódæði á heimili Schumacher í Sviss. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur kappakstursmaður, hinn 29 ára gamli Joey Mawson, er grunaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonu sem sá um umönnun heimsmeistarans fyrrverandi Michael Schumacher. Árásin er talin hafa átt sér stað á heimili Schumacher.

Eins og margir muna lenti hinn þýski Schumacher í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 í frönsku Ölpunum, lenti í dái um langa hríð og lamaðist. Fjölskylda hans er mjög þagmælt um ástand hans og reynt er að halda honum utan við fjölmiðlana en vitað er að líkamlegt ástand hans er mjög bágborið og hann þarf mikla aðstoð.

Fjölskylduvinur

Blaðið The Daily Star greinir frá því að Mawson hafi verið ákærður og sé grunaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonu á heimili Schumacher í bænum Gland í Sviss.

Mawson, var á sínum tíma talinn vera upprennandi stjarna í kappakstursheiminum, en komst aldrei í Formúlu 1 og hefur þess í stað verið að keppa í smærri mótum í heimalandinu Ástralíu. Mawson er góðvinur Mick Schumacher, sonar heimsmeistarans fyrrverandi.

Meðvitundarlaus eftir kokteildrykkju

Sagt er að árásin hafi átt sér stað árið 2019. Mawson er sakaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonunni tvisvar eftir að hún varð meðvitundarlaus eftir kokteiladrykkju.

Mawson segir hins vegar að hún hafi verið viljug að stunda kynlíf með honum. Einnig að þau hefðu fyrst kysst á næturklúbbi í Genf.

Málið hefur verið dómtekið í Sviss en Mawson mætti ekki í þinghald í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“