Þýska blaðið Bild greinir frá þessu.
Iris er sögð hafa verið stungin í kvið og bak og leitar lögregla nú að „nokkrum” mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á hana.
Lögregla hefur biðlað til fólks að hafa samband búi það yfir vitneskju um árásina eða árásarmennina. Hún hefur ekki útilokað að um pólitískar ástæður liggi að baki voðaverkinu.
Stalzer er í þýska jafnaðarmannaflokknum SPD og var hún kjörin bæjarstjóri í lok september þar sem hún hlaut 52,2% atkvæða. Átti hún að taka við starfinu þann 1. nóvember.
Iris er gift móðir tveggja barna á unglingsaldri, lögfræðingur að mennt og hefur hún búið í Herdecke nær allt sitt líf.