fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. október 2025 12:55

Iris Stalzer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iris Stalzer, sem nýlega var kjörin bæjarstjóri í bænum Herdecke í Þýskalandi, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stungin. Sonur hennar kom að móður sinni mikið slasaðri í íbúð hennar í Herdecke-Herrentisch í morgun.

Þýska blaðið Bild greinir frá þessu.

Iris er sögð hafa verið stungin í kvið og bak og leitar lögregla nú að „nokkrum” mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á hana.

Lögregla hefur biðlað til fólks að hafa samband búi það yfir vitneskju um árásina eða árásarmennina. Hún hefur ekki útilokað að um pólitískar ástæður liggi að baki voðaverkinu.

Stalzer er í þýska jafnaðarmannaflokknum SPD og var hún kjörin bæjarstjóri í lok september þar sem hún hlaut 52,2% atkvæða. Átti hún að taka við starfinu þann 1. nóvember.

Iris er gift móðir tveggja barna á unglingsaldri, lögfræðingur að mennt og hefur hún búið í Herdecke nær allt sitt líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“