fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fréttir

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. október 2025 19:30

Ólíkt er gengi Kristrúnar og Guðrúnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg óánægja mælist með störf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í nýrri könnun. Að sama skapi mælist ríkisstjórnin vinsælli en áður.

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru tæplega 62 prósent óánægð með störf stjórnarandstöðunnar en aðeins 12 prósent ánægð. Það er Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks. Þar af eru rúmlega 41 prósent mjög óánægð með störf flokkanna.

Þetta er mikil aukning frá síðustu könnun Maskínu þegar um 47 prósent sögðust óánægð með stjórnarandstöðuna og í þar síðustu könnun, snemma á þessu ári voru aðeins rúmlega 27 prósent óánægð með hana.

Athygli vekur að fleiri Framsóknarmenn og Miðflokksmenn eru óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er sína eigin flokka, en ánægðir. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru aðeins fleiri ánægðir en óánægðir, það er 32 prósent á móti 28.

Þá er yfirgnæfandi fjöldi stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, það er Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem og stuðningsmenn annarra flokka, það er Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista mjög óánægð með stjórnarandstöðuna.

Tæplega 50 prósent eru ánægð með störf ríkisstjórnarinnar en aðeins 28 prósent óánægð. Stuðningurinn hefur aukist jafnt og þétt á árinu. Í fyrstu könnun Maskínu var hann rúmlega 40 prósent og í annarri 46 prósent.

Mikill meirihluti ríkisstjórnarflokkanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Mest kjósendur Samfylkingar, það er tæplega 84 prósent. Þá eru kjósendur fyrrnefndu flokkanna sem komust ekki inn á þing einnig ánægðir með ríkisstjórnina.

Könnunin var gerð frá júlí fram í september. Svarendur voru 6.515.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“