fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. október 2025 11:30

Merz styður veru Ísraels og hótar sniðgöngu Þýskalands. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hótar að draga Þýskaland úr Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppninni. Spennustigið í „Eurovision stríðinu“ hækkar sífellt fram að atkvæðagreiðslunni mikilvægu í nóvember.

Merz var til viðtals á sjónvarpsstöðinni ARD og lýsti þar yfir stuðningi við áframhaldandi veru Ísrael í Eurovision. Hótaði hann að draga Þýskaland úr keppni ef fari svo að Ísraelum verði vikið úr keppni.

„Ég myndi styðja það. Mér finnst það hneyksli að þetta skuli vera til umræðu. Ísrael á heima þarna,“ sagði Merz í viðtalinu.

Eins og flestir vita hafa nokkur Evrópulönd hótað sniðgöngu keppninnar ef Ísrael fær að taka þátt. Það er Íslendingar, Hollendingar, Spánverjar, Slóvenar og Írar. Belgar, Finnar og Pólverjar gætu bæst í þann hóp.

Sjá einnig:

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“

Skipuleggjandi keppninnar, EBU, hefur ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í nóvember. Ljóst er að Þjóðverjar munu standa dyggilega með Ísraelum í henni. En talið er að Danir, Austurríkismenn, Svisslendingar og Ítalir muni standa með Ísraelum. Ljóst er því að Evrópa er að klofna í tvennt í málinu og hiti er að færast í stríðið þegar kanslari Þýskalands lætur í sér heyra.

Þá hafa margar þjóðir ekki gert upp hug sinn. Til dæmis Bretar. En talsmaður breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði að verið sé að meta stöðuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?