fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til ökumanna að gæta varúðar en fjölmargar holur í götum virðast hafa gert ökumönnum lífið leitt síðastliðinn sólarhring.

Í kjölfar frosts og kulda og þegar þíða tekur eykst hættan á að holur myndist í vegum, þar með töldum malbikuðum vegum höfuðborgarinnar.

Í skeyti lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna tjóns á minnst þremur bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holu á vegi í íbúðahverfi í austurborginni. Að sögn lögreglu var haft samband við veghaldara og honum gert að gera ráðstafanir.

Þá bárust ítrekaðar tilkynningar vegna tjóna á bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holur á stofnbraut í austurborginni. Um var að ræða nokkrar holur á kafla vegarins. Að minnsta kosti 9 bifreiðar urðu fyrir tjóni á hjólbörðum og þurftu ökumenn því að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Að sögn lögreglu var veghaldara gert að gera ráðstafanir þar.

„Enn og aftur var óskað aðstoðar lögreglu og nú vegna hættuástands sem var sagt hafa skapast er fjölda bifreiða var ekið í holu í hringtorgi á stofnbraut í austurborginni. Reyndust einnig 9 bifreiðar vera með tjónaða hjólbarða og þurftu ökumenn að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Veghaldari upplýstur og gert að gera ráðstafanir,“ segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“