fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 11. janúar 2025 10:00

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt skipstjóra fiskiskips fyrir að hafa siglt skipinu undir áhrifum áfengis. Skipstjórinn játaði brot sitt og sýndi iðrun en þetta er í annað sinn sem hann er dæmdur fyrir slíkt brot.

Miðað við lýsingar á skipinu í dómnum virðist ljóst að um smábát er að ræða sem skilgreindur er sem fiskiskip út frá lagalegum forsendum.

Skipstjórinn var ákærður fyrir að hafa siglt til hafnar óhæfur til að stjórna bátnum með öruggum hætti vegna áhrifa áfengis. Þetta gerði hann síðastliðið sumar.

Skipstjórinn játaði brot sitt skýlaust. Í dómnum kemur fram að hann hafi verið dæmdur árið 2021 fyrir sama brot, að sigla skipi undir áhrifum áfengis. Fyrri dómurinn yfir manninum finnst ekki við leit á vefsíðu Héraðsdómstólanna.

Í þessum nýrri dómi segir að við ákvörðun refsingar yfir skipstjóranum sé horft til þess að þetta sé í annað sinn sem hann gerist sekur um brot af þessu tagi. Á móti verði hins vegar að líta til þess að hann hafi játað skýlaust og framvísað vottorði um að hann hafi gengist undir áfengismeðferð.

Hæfilegt þótti því að sekta skipstjórann um 200.000 krónur en þar sem sakir hans séu miklar skuli hann, í samræmi við ákvæði siglingalaga, vera sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Honum er þó heimilt að gegna stöðu stýrimanns á meðan þessu tímabili stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum