fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Kölluð út á mesta forgangi eftir neyðarboð frá fiskibát

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2025 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrr í dag neyðarboð frá litlum fiskibát sem þá var staddur afar nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar og hafði fengið í skrúfuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitin Tindar á Ólafsfirði og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kölluð út á mesta forgangi því um tíma leit út fyrir að bátinn myndi reka í strand. Eins var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.

Björgunarmenn frá Tindum héldu út á tveimur björgunarþotum (jetski) og komu taug um borð í bátinn. Skipverji hafði þá varpað akkeri sem náði haldi á botni svo ekki var lengur yfirvofandi hætta á strandi. Báturinn var um 280 metra frá landi og ljóst að illa hefði getað farið. Skömmu síðar kom björgunarskipið Sigurvin á vettvang og tók bátinn í tog og dró inn til hafnar á Ólafsfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda