fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. september 2025 12:00

Konan tók lyf og var með grímu en það var ekki nóg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri bandarísk kona sem smitaðist af covid en ákvað samt að fara í ferðalag til Íslands á skemmtiferðaskipi er búin að missa vinina sem hún ferðaðist með. Þrátt fyrir að hún hafi tekið lyf og notað grímu smituðust vinir hennar sem hún hefur þekkt í 40 ár.

„Eiginmaður minn og ég fórum nýlega í átta daga skemmtiferðasiglingu til Íslands með tveimur góðum vinum. Við erum búin að vera vinir í meira en 40 ár og höfum ferðast mikið saman,“ segir kona í aðsendu bréfi sem birt var á vefnum Cleveland.com.

Gríman og lyfin dugðu ekki

En nú virðist hún vera búin að missa vinina. Það er vegna hennar eigin kæruleysi með smitvarnir.

„Tveimur dögum áður en við áttum að fara í ferðina greindist ég með covid,“ segir konan. „Ég fór á bráðamóttöku og læknir þar sagði mér að ég gæti samt farið í ferðina. Ég byrjaði að taka lyfið Paxlovid og var með andlitsgrímu fyrstu fimm daga siglingarinnar.“

Paxlovid er veirulyf sem er notað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með covid sem eru í aukinni hættu á að sjúkdómurinn versni og verði alvarlegur. Virka efnið í lyfinu kemur í veg fyrir fjölgun veirunnar í líkamanum. En því miður á virkuðu þessar ráðstafanir ekki sem skyldi til að hindra smit.

„Því miður þá greindust bæði eiginmaður minn og einn vinur minn með covid þegar við komum heim. Eftir það hafa vinir mínir hætt að tala við mig,“ segir konan miður sín. „Ég er er í rusli yfir því að ferð sem átti að skapa fullt af góðum minningum skuli hafa skaðað áratuga langa vináttu.“

Óttast að vináttan sé glötuð

Vísar konan til þess að hún hafi aðeins gert það sem læknirinn sagði að hún gæti gert.

„Það var aldrei ætlun mín að setja neinn í hættu og ég fylgdi því sem læknirinn ráðlagði mér,“ segir konan. „Núna veit ég ekki hvernig ég get lagað samband mitt við vini mína og veit ekki hvort þeir munu nokkurn tímann fyrirgefa mér.“

Tíminn og einlægni lækni sárin

Spyr hún ráða um hvað hún geti gert og fær svar við lesandabréfi sínu frá sálfræðingnum Annie Lane.

„Það er skiljanlegt að vinir þínir séu reiðir. Frá þeirra sjónarhorni þá fórst þú um borð í skemmtiferðaskipið með covid og þau gætu haldið að með því hafi þú sett þau í hættu,“ segir Lane.

Hins vegar sé fjögurra áratuga vinasamband ekki eitthvað sem eigi að kasta á glæ.

„Vinir til 40 ára eiga meira skilið en þögn,“ segir Lane og ráðleggur konunni að skrifa þeim einlægt bréf og biðjast afsökunar. Þá gefa þeim rými til að meðtaka og fyrirgefa. „Ef vináttan er sterk þá getur tíminn og einlægnin læknað hana.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða
Fréttir
Í gær

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun