Í fréttinni sem hann vísar til, eftir Andreu Sigurðardóttur, er sagt frá því að Jafnréttisstofa ætli ekki að bregðast við þrátt fyrir mikla úrkomu næstu daga.
Er þetta vísun í fréttir þess efnis að í kynjaðri greiningu á fjárlagafrumvarpinu komi fram að rýmingar vegna ofanflóða og röskun á daglegu lífi auki umönnunarbyrði sem leggst þyngra á konur. Þannig geti aðgerðir sem fyrirbyggja rýmingar, ofanflóðavarnir þar á meðal, stuðlað að jafnrétti.
Í fréttinni er svo vísað í skriflegt svar Mörthu Lilju Olsen, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, þar sem segir að Jafnréttisstofa komi ekki með neinum hætti að verklagi eða skipulagi við rýmingar eða aðgerðir stjórnvalda við slíkar aðstæður.
Í færslu sinni segir Elliði að það sé ekki oft sem hann hlær upphátt við lestur Morgunblaðsins.
„Það gerði ég þó við lestur á þessari frétt í morgunsárið. Takk Andrea Sigurðardóttir fyrir að varpa ljósi á fáránleikann í þessu máli og svona líka skemmtilegan máta.“