fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, stjórnendaráðgjafi og -þjálfari hjá Góð samskipti og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, fór af stað með Draumaliðsdeild Alþingis í gær.

Í færslu sinni lýsir Þórhallur deildinni svona: 

Í leiknum er keppt í þremur flokkum:

Flokkadeild

Formannadeild

Topp 10 þingmenn vikunnar

Í hverri viku fá stjórnmálaflokkar, flokksformenn og alþingismenn stig út frá fjölbreyttum og sanngjörnum mælikvörðum.

Stigin safnast saman og sigurvegarar verða krýndir við þinglok í vor.

Þórhallur birtir jafnframt niðurstöður vikunnar 10.–17. september

Stigagjöfin byggir m.a. á:

Þátttöku í umræðum og frumkvæði í þingstörfum

Sýnileika í samfélaginu og samtal við almenning

Persónulegum styrkleikum og leiðtogahæfni

Samstöðu og fagmennsku innan flokks

Ath:

Ekki er lagt mat á hægri eða vinstri stefnu – aðeins á vinnusemi, framkomu, samskiptahæfni og lausnamiðað viðhorf.

Allar tölur byggja á raunverulegum gögnum og metinni frammistöðu frá og með setningu Alþingis 10. september 2025.

Mynd: Facebook.

Í samtali við DV segir Þórhallur að hann muni birta stöðutöflu einu sinni í viku í öllum flokkum.

„Í grófum dráttum byggir leikurinn á því sem kemur fram í forsendunum en sett upp þar með einfaldari hætti. Ég safna gögnum víða, bæði frá Alþingi, fjölmiðlum og víðar.  Formenn flokka fá til dæmis aukastig því ofar sem flokkur þeirra er í samanlagðri stigagjöf flokkanna.  Velgengni allra þingmanna hjálpar því bæði flokki og formanni.“

Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.

Lykilatriðið er vinnusemi, ekki hvort pólitíkin sé „rétt“ eða „röng“

Segist Þórhallur ekki leggja mat á hvort pólitíkin sem stunduð er sé rétt eða röng.

„Lykilatriðið er vinnusemi (mætingar, þátttaka í þingfundum, þingnefndum), framkoma (hlusta á sjónarmið), að koma með lausnir (eflaust margir ósammála hvort lausnin sé góð) en það er þó viðleitni.  Að hlusta á sjónarmið og taka tillit til annara viðhorfa (þetta snýst fyrst og fremst um nálgun í samræðum, ekki að viðkomandi sé eins og lauf í vindi með skoðanir sínar.  

Svona er þetta í örstuttu máli, mannlegir eiginleikar eru helsti mælikvarðinn og hæfileikinn til að leiða fólk.

Uppfært:

Á föstudagsmorgun uppfærði Þórhallur stöðuna:

Draumaliðsdeildin – leiðrétting – ný lokastaða f. 10.-17. sept.
Það kom fram ákveðin skekkja í fyrri gögnum, skýrslur um mætingar ofl. voru rangar.
Hér er í því lokastaðan fyrir viku 1. í Draumaliðsdeild Alþingis.
Ég geri breytingu vegna fjölda ábendinga. Ráðherrar teljast ekki með á þingmannalista.
Ráðherrar verða einungis hluti af Ráðherradeild.
Flokkadeildin heldur sér en tvær stöðutöflur eru birtar, önnur með ráðherrum og hin án þeirra.
Lokastaða fyrir vikuna 10. – 17. september í Þingmannadeild, Ráðherradeild og Flokkadeild er því eftirfarandi:


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“