fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 16:30

Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ágústsson, eigandi Macland, kætti vini sína og viðskiptavini í dag þar sem hann segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur og  „Litla, gamla og góða Macland í vinnslu.“

Segist Hörður hafa fengið gríðarlegt magn af skilaboðum um hvort það væri hann sem væri að pósta eftir að samfélagsmiðlar Macland vöknuðu úr rúmlega árslöngu (þ)roti 

Svarið er einfalt. Já. Þetta er ég.

Rekur Hörður sögu fyrirtækisins sem hófst með því að hann og kona hans, Svala Hjörleifsdóttir, stofnuðu Macland árið 2009 á heimili þeirra að Vífilsgötu í Reykjavík þar sem þau sátu fram eftir eftir nóttu með tvö ungbörn að gera við tölvur. 

Stuttu síðar hófum við sölu á Apple vörum og fengu fyrstu viðskiptavinirnir valkost um að sækja pantanir á heimili okkar á Vífilsgötu eða fá heimsendingu þar sem ég mætti með GSM posa til þeirra.

Svala og Hörður. Mynd: Facebook.

Fyrsta verslunin opnar 2010

Þegar vinur Harðar, Hermann Fannar Valgarðsson, kom með þeim í reksturinn var fyrsta verslun Macland opnuð var 21.desember 2010 í gamla Sirkushúsinu við Klapparstíg 30. 

Hermann Fannar lést árið 2011 og varð hans skarð aldrei bætt að fullu en orkan, hugmyndirnar og framkvæmdagleðin varð eftir. Við tók tímabil þar sem Macland fluttist milli staðsetninga á Laugavegi, opnaði verslun í Hafnarfirði, lokaði verslun í Hafnarfirði, opnaði verslun í Kringlunni og rak verkstæði í Ármúla. Árið 2021 var það besta í sögu félagsins og öll vinnan sem ég hafði lagt á mig í rúman áratug var að fara að skila sér.

En það sem fer upp þarf að koma niður aftur sagði einhver og seint árið 2021 og snemma árs 2022 urðu miklar breytingar hjá þáverandi rekstrarfélagi Macland sem endaði með því að ég hætti störfum og öllum afskiptum af félaginu. Árið 2024 varð mikill bruni í Kringlunni og á fyrri hluta þessa árs (2025) var Makkland ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrir stuttu síðan komu svo samfélagsmiðlarnir og lénið aftur til okkar.

Hörður segir hvert einasta skref sem þau hjónin hafa tekið frá árinu 2009  hafa verið lærdómsríkt 

og það leikur enginn vafi í dag á því að sú reynsla að hafa byrjað á svona hráum grunni hafi átt stærstan þátt í að skapa þá ástríðu sem við berum í brjósti fyrir Maclandinu okkar. Sá meðbyr og hvatning sem okkur hefur borist síðustu mánuði hefur verið ómetanlegur en það sem hefur kannski komið mér mest á óvart eru samskiptin við birgjana sem ég byggði upp, bæði hérlendis og erlendis áður en ég hætti. Þar voru skilaboðin skýr: Vertu velkominn til baka og gangi ykkur vel. Let’s go.

Hörður lítur yfir farinn veg 14 ára og segir:

Það er falleg tilfinning sem hríslast um okkur þegar horft er til baka á fyrstu viðgerðina sem framkvæmd var á eldhúsborðinu á Vífilsgötunni. Allar hindranirnar, lærdómurinn, mistökin, tækifærin, og svo allar manneskjurnar sem tengdust okkur í gegnum Macland á árunum 2009- 2022 gerðu þetta allt að veruleika. Þið, viðskiptaVINIR Macland eruð hér enn. Fyrir það erum ég og Svala gríðarlega þakklát.

Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst.

En…. We’re back. Litla, gamla og góða Macland er í vinnslu.

Með færslu sinni birtir Hörður mynd af þeim Svölu með dætrum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri