fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. september 2025 20:23

Mynd frá lokunarpósyi Colas sem ökumaðurinn hunsaði algerlega. Mynd: Colas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær þegar hann var við störf við malbikunarframkvæmdir á þjóðvegi 1 inn að Grundartanga. Var starfsmaðurinn að sinna lokunarpósti vegna framkvæmdanna þegar ökumaður sem sinnti ekki fyrirmælum starfsmannsins ók á hann og stakk síðan af. Starfsmaðurinn slasaðist ekki alvarlega en litlu mátti muna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Colas.

Í tilkynningunni segir að í gær og í dag vinni Colas við malbikunarframkvæmdir á þjóðvegi 1 inn að Grundartanga. Á meðan sé umferð beint í gegnum Akrafjallsveg en þau sem eigi erindi á Grundartanga sé hleypt í gegnum lokunarpósta.

Í gær hafi hins vegar ökumaður á BMW bifreið ákveðið að hunsa allar lokanir og aka áfram.

Ökumaðurinn hafi komið frá Akranesi og þar hafi verið merki um að hægri beygja væri bönnuð. Á veginum séu skýr merki um lokun sem og keilur. Ökumaðurinn hafi hunsað merkingar og ekið inn fyrir lokunarskiltin á öfugum vegarhelming og inn á vinnusvæðið. Þar hafi umræddur starfsmaður rétt út höndina og gefið ökumanninum merki um að stöðva. Starfsmaðurinn hafi veifað og náði augnsambandi við ökumanninn sem í stað þess að stöðva hafi gefið í og ekið á hönd starfsmannsins með þeim afleiðingum að slinkur hafi komið á höndina. Starfsmaðurinn verði frá vinnu í einhverja daga. Ökumaðurinn hafi síðan flúið af vettvangi.

Colas segir að sem betur fer hafi starfsmaðurinn ekki slasast alvarlega en litlu mátt muna. Atvikið hafi verið kært til lögreglu.

Segir að lokum í tilkynningunni að atvikið sýni að störf fólks á vegum úti geti verið hættuleg. Colas brýni fyrir ökumönnum að fara varlega nærri framkvæmdasvæðum enda sé líf fólks í húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“