fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 12:30

Grunnskólinn á Þórshöfn er ónothæfur vegna myglu. Mynd/Skjáskot-Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum er húsnæði Grunnskólans á Þórshöfn ónothæft vegna myglu og stefnt er að því að byggja nýjan skóla. Kennsla og önnur starfsemi í skólanum verður flutt annað og í því skyni var samþykkt á síðasta fundi byggðaráðs Langanesbyggðar að gera samning um leigu á íbúðarhúsi sem er skammt frá skólanum. Þegar hafði verið greint frá því að kennsla fari fram að hluta í húsnæði tónlistarskólans og Kistunni, atvinnu og nýsköpunarsetri. Í fundargerð byggðaráðs kemur fram að íbúðarhúsið verði nýtt til skólahalds sem bendir til að hluti nemenda muni sækja kennslu þangað. Mun sveitarfélagið greiða 300.000 krónur á mánuði í leigu sem er vísitölutengd.

Mygla knýr á um nýjan grunnskóla – Gæti kostað hvern íbúa eina og hálfa milljón

Húsið er nýbyggt en skráð byggingarár er 2025 og það er ekki langt frá skólanum en það er hinum megin við götuna, frá norðurenda skólans.

Í leigusamningnum, sem fylgir með fundargerð byggðaráðs, kemur fram að húsið  sé fjögurra herbergja ásamt eldhúsi og 120 fermetrar að stærð með bílskúr. Í fasteignaskrá kemur fram að bílskúrinn sé raunar 30,9 fermetrar.

Leigusamningurinn gildir fram til 1.júní 2027 en stefnt hefur verið á að nýi skólinn verði tilbúinn um það leiti.

Fram kemur að húsið sé ætlað til skólahalds en nánari lýsing kemur hvorki fram í leigusamningnum né fundargerð byggðaráðs.

Sveitarfélagið greiðir allt viðhald innanhús og hefur forleigurétt þegar kemur að því samningurinn rennur út. Húsaleigan er eins og áður segir 300.000 krónur á mánuði og húsið er samtals 120 fermetrar en til samanburðar má nefna að 105 fermetra íbúð í vesturbæ Reykjavíkur er nú auglýst til leigu á 450.000 krónur á mánuði.

Leigan sem Langanesbyggð greiðir hækkar í samræmi við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert á meðan samningurinn er í gildi.

Samkvæmt samningnum ætti sveitarfélagið að vera búið að fá húsið afhent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“