fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, útilokar ekki að gosið gæti aftur á Sundhnúkagígaröðinni fyrir árslok. Þetta segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir goslokum vegna eldgossins sem hófst þann 16. júlí síðastliðinn, en um var að ræða níunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni. Gosórói og strókavirkni féllu niður um helgina og er engin virkni lengur í gígunum.

Þorvaldur segir við Morgunblaðið að land sé tekið að rísa aftur við Svartsengi. Þó hafi dregið úr landrisinu sem bendir til þess að innflæði frá dýpri kvikugeymslunni í þá grynnri hafi minnkað. Vegna þess gæti lengri tími liðið þar til grynnri kvikugeymslan fyllist.

„Það væri þá í kring­um jól­in eða eitt­hvað svo­leiðis, ein­hvern tím­ann í des­em­ber,“ seg­ir hann við Morgunblaðið. Önnur hugsanleg sviðsmynd er á þá leið að kerfið nái ekki að viðhalda flæðinu úr dýpra kvikuhólfinu og þá stoppi þessi goshrina. Erfitt sé að segja til um framhaldið.

„Ef landrisið helst stöðugt eins og það er núna er langlík­leg­ast að það endi með eld­gosi,“ seg­ir Þor­vald­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK