fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 14:00

Elizaveta Krivonogikh. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem haldið hefur verið fram að sé dóttir Vladimir Pútín forseta Rússlands hellir sér yfir hann í færslum á samfélagsmiðlum. Segir hún hann bera ábyrgð á dauða milljóna manna og hafi eyðilagt líf hennar.

Elizaveta Krivonogikh er 22 ára og býr í París en talið er að Pútín hafi eignast hana með konu að nafni Svetlana Krivonogikh. Svetlana starfaði áður við þrif en því hefur haldið fram að hún og Pútín hafi kynnst þegar hún var í því starfi en Svetlana auðgaðist síðan töluvert á viðskiptum en sagt er að Pútín hafi átt þar töluverðan hlut að máli. Nafn föður Elizaveta kemur ekki fram á fæðingarvottorði hennar en að rússneskum sið kemur þar fram föðurnafn hennar, Vladimirovna, sem rennir frekari stoðum undir að Pútín sé faðir hennar.

Elizaveta var óþekkt þar til að rússneski fjölmiðillinn Proekt, sem gagnrýninn er á Pútín og stjórn hans, opinberaði hið meinta faðerni hennar árið 2020.

Staðfest hefur verið opinberlega að Pútín eigi tvær uppkomnar dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni Lyudmila Shkrebneva. Pútín hefur hins vegar ekki gegnist við því að eiga fleiri börn en auk Elizaveta hefur því verið haldið fram að hann eigi fjórðu dótturina og tvo syni með fyrrverandi afrekskonu í fimleikum, Alina Kabaeva sem er 30 árum yngri en Pútín.

Elizaveta Krivonogikh hefur undanfarið látið fara meira fyrir sér á samfélagsmiðlum. Á síðu sinni á Telegram segir hún að það sé frelsandi að geta sýnt heiminum ásjónu sína en nú virðist hún ekki hika við að birta myndir af sjálfri sér þar sem sjá má andlit hennar, en áður var hún vön að hylja það, við slík tækifæri:

„Það minnir mig á hver ég er og hver eyðilagði líf mitt.“

Vísar ekki á bug

Talið er mjög líklegt að með þessum orðum sé Elizaveta að vísa til föður síns þó að hún nefni hann aldrei á nafn. Skömmu áður en innrás Rússlands í Úkraínu hófst í febrúar 2022 yfirgaf Elizaveta Rússland og settist að í París þar sem hún lauk námi í sýningarstjórnun en lítið hefur farið fyrir henni þar til á síðustu vikum að hún fór að láta aftur á sér kræla á samfélagsmiðlum en fram að innrásinni hafði hún verið mjög virk á þeim og sýndi þar lífi sínu en í færslunum sást vel að í Rússlandi lifði hún í vellystingum.

Síðum sínum á Telegram og Instagram heldur hún úti undir dulnefninu Luiza Rozova.

Í þessum nýjum færslum sínum hefur Elizaveta gagnrýnt árásina á Úkraínu og hún hefur starfað að sögn í tveimur galleríum í París þar sem haldnar hafa verið listsýningar þar sem stríðrekstur föður hennar hefur verið mótmælt. Galleríin hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa dóttur Pútín í vinnu þannig að Úkraínumenn og Rússar sem flúið hafa land, vegna andstöðu sinnar við stríðið, þurfi að eiga samskipti við hana en Elizaveta segist ekki bera ábyrgð á gjörðum fjölskyldu sinnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka