fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. júlí 2025 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal þess sem kom til kasta lögreglu var matarboð stórfjölskyldu í Laugardalshverfi í Reykjavík en ekki reyndist þó raunveruleg þörf á aðkomu lögreglunnar að því.

Meðal verkefna á lögreglustöð 1 sem sér um löggæslu í austurbæ, miðbæ, og vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnesi var að ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur fyrir að aka á 58 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar. Í ljós kom að bifreiðin þarfnaðist jafnframt skoðunar og var hún því boðuð í skoðun að beiðni lögreglu innan tilskilins frests

Tilkynnt var um einstakling sem svaf ölvunarsvefni á salerni hótels í hverfi 101. Hann var vakinn og gekk sína leið.

Tilkynnt var um ölvaðan einstakling til vandræða utan við krá í hverfi 101. Viðkomandi var ekið til síns heima.

Tilkynnt  var um háreisti milli fólks í fjölbýlishúsi í hverfi 104 sem nefnist Laugardalshverfi. Það reyndist hins vegar ekki á rökum reist heldur  var um að ræða fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd.

Tilkynnt var um einstakling sem gekk ber að ofan á akbraut í Hlíðunum. Honum var ekið til síns heima.

Einstaklingur var síðan handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu grunaður um líkamsárás í hverfi 101.

Meðal verkefna á Lögreglustöð 2 sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes var að tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði en viðkomandi fundust ekki þrátt fyrir leit.

Loks má nefna að meðal verkefna á Lögreglustöð 4 sem vaktar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ var að tilkynnt um partýhávaða í Mosfellsbæ. Húsráðandi hét lögreglunni því að að lækka í gleðskapnum.

Einnig var nokkuð um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna og nú í morgunsárið gistu alls sex fangageymslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Í gær

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hulk Hogan látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst