fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 21:47

Hér má sjá mynd af hraunbreiðunni sem hefur myndast úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en dregið hefur úr krafti þess síðan í morgun.

Búið er að opna fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum en bæði íbúar og starfsmenn sem dvelja inni á hættusvæði eru minnt á að þau gera það á eigin ábyrgð.

Í tilkynningu lögreglustjóra segir m.a.:

  • Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum.
  • Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inni á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi.
  • Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí.
  • Unnið hefur verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af.
  • Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg.
  • Ferðamönnum og/eða almenningi (öðrum en íbúum) er ekki heimilt að svo stöddu að fara inn í Grindavík.
  • Lokunarpóstar eru þrír. Á Grindavíkurvegi við gatnamót Reykjanesbrautar, á Suðurstrandarvegi við mót Djúpavatnsvegar og á Nesvegi rétt austan við golfvöll Grindavíkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn