fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 14:16

Mynd: Grindavík/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu sex mánuði ársins hefur 14.924 tonnum verið landað í Grindavíkurhöfn. Alls voru 54 bátar og skip sem lönduðu í 612 löndunum í Grindavíkurhöfn á tímabilinu.

Um er að ræða tæplega þrefalt meiri afla en á sama tíma árið 2024. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að sé aflinn borinn saman við fyrri ár kemur í ljós að hann er 67% af afla fyrri hluta árs 2022 og 70% af afla fyrri hluta árs 2023.

Er þetta jákvætt skref í uppbyggingu bæjarins eftir jarðhræringar síðustu ár og rýmingu bæjarins í nóvember 2023.

Sjávarútvegsfyrirtækið Ganti, sem varð til síðasta vetur við skiptingu Þorbjarnar í þrjú félög, áformar að hefja saltfiskvinnslu í Grindavík á næstunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“