fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 17:18

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrum utanríkisráðherra gagnrýnir harðlega kæru samtakanna Þjóðfrelsi á hendur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur núverandi utanríkisráðherra fyrir landráð, vegna innleiðingar á svokallaðri bókun 35 sem er til umræðu á Alþingi. Segir Þórdís Kolbrún kæruna aumkunarverða og birtingarmynd pólitískra öfga.

Fyrir Þjóðfrelsi fer Arnar Þór Jónsson lögmaður og fyrrum forsetaframbjóðandi en meðal annarra sem standa að samtökunum og kærunni eru Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandi mótmæla gegn innflytjendastefnu stjórnvalda, Gústaf Níelsson bróðir Brynjars Níelssonar fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis um kæruna.

Vill þjóðfrelsi meðal annars meina að bókun 35 stangist á við 2. grein stjórnarskrárinnar um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema íslenskir dómstólar og með henni sé verið að færa Ísland frekar undir erlent vald.

Bókun 35 er bókun við EES-samninginn en Þorgerður Katrín hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu bókunarinnar sem snýst í meginatriðum um, samkvæmt frumvarpinu, að einstaklingar og lögaðilar njóti að fullu réttinda sinna á grundvelli EES-samningsins og að standa vörð um samninginn með því að ekki leiki lengur vafi á því að þjóðréttarskuldbindingar Íslands sem í EES-samningnum felist séu uppfylltar. Þjóðfrelsi og aðrir sem gagnrýna bókunina segja hana hins vegar snúast um að EES-reglur fái forgang yfir íslensk lög og reglur.

Aumkunarvert

Þórdís Kolbrún segir í færslu á Facebook að þá menn sem standi að Þjóðfrelsi sé ekki hægt að taka alvarlega en það sem þeir hafi gert sé alvarlegt og er afar harðorð í þeirra garð:

„Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga. Fyrir utan hversu ómerkileg þessi árás er gagnvart embættinu, þá er hún móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafa afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni.“

Hún segir sjálfsagt mál að ræða stöðu Íslands, alþjóðamál, Evrópusambandið og bókun 35 af hreinskilni en annað sé að saka ráðherra um landráð. Það hafi afleiðingar á alþjóðavettvangi. Að lokum hefur hún þetta að segja:

„Þetta er aumkunarvert uppátæki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34