fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Haugafullur þýskur öldungur gerði óskunda á Seyðisfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 15:30

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur maður sem kominn er vel á áttræðisaldur hefur verið ákærður fyrir ölvun við akstur á Seyðisfirði haustið 2023 en miðað við áfengismagn í blóði hans er ljóst að hann hefur verið afar ölvaður.

Ákæran og fyrirkall fyrir dóm er birt manninum í Lögbirtingablaðinu í dag en fram kemur að maðurinn sé með óþekkt heimilsfang í Þýskalandi. Það er ekki tekið sérstaklega fram að maðurinn sé þýskur ríkisborgari en það virðist mjög líklegt miðað við nafn hans. Það eru ekki mörg ár þar til maðurinn verður áttræður.

Samkvæmt ákærunni ók maðurinn bifreið undir áhrifum áfengis um Ferjubakka á Seyðisfirði, í október 2023, en það mun vera skammt frá höfninni í bænum. Kort eru raunar misvísandi um hvort gatan heiti Ferjuleira eða Ferjubakki en heimamenn ættu að það þekkja það betur. Maðurinn var að aka bíl á erlendum skráningarnúmerum og þar sem hann var stöðvaður nærri höfninni er ekki ólíklegt að hann hafi verið nýkominn úr Norrænu eða á leiðinni þangað.

Haugafullur

Vínandamagnið sem mældist í blóði mannsins var afar mikið, 3,16 prómill, en samkvæmt umferðarlögum telst ökumaður ekki geta stjórnað ökutæki örugglega ef magnið mælist 0,2 prómill eða meira.

Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur það eftirtalin áhrif á akturshæfni ef vínandamagnið mælist 1,5 prómill:

„Skynjun og dómgreind brenglast verulega. Ekur í þokumóðu og hefur nánast enga stjórn á ökutæki.“

Þar sem magnið í blóði mannins var yfir tvöfalt meira en þetta er ljóst að hann hefur verið nær þeim áhrifum sem það hefur, samkvæmt FÍB, ef magnið mælist 4 prómill:

„Meðvitundarlaus. Viðbragð takmarkað. Ökuhæfni engin, sofnaður, jafnvel dáinn.“

Virðist maðurinn hafa drukkið ígildi um 14 sterkra bjóra í 33 centilítra dósum miðað við viðmið FÍB sem raunar byggja á upplýsingum af heimasíðunni Heil heim.

Mál mannsins verður tekið fyrir við Héraðsdóm Austurlands í júlí næstkomandi og mæti hann ekki verður það talið ígildi játningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin