fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. júní 2025 16:40

Guðmundur Karl var sviptur lækningaleyfi 5. júní 2025.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Heimisdóttir landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækningaleyfi. Ástæðan er óeðlileg meðhöndlun.

Vísir greindi fyrst frá þessu.

Guðmundur Karl, eða Kalli Snæ eins og hann betur þekktur sem, hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir veipi og gegn bólusetningum við COVID-19. Hann var sviptur lækningaleyfi fyrir viku, það er 5. júní.

Ástæðan er tiltekin sem óeðlileg meðhöndlun, það er langvarandi brot gegn faglegum skyldum og misnotkun á rétti til að tjá sig. Að hann hafi ítrekað gert opinberar yfirlýsingar og sent erindi til stjórnvalda sem hafi grafið undan trausti á heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi hann miðlað óljósum hugmyndum svo sem um umframdauðsföll án staðfestra vísindalegra gagna.

Sjá einnig:

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“

Guðmundur Karl segir að gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir séu ástæða sviptingarinnar. Hefur hann krafist ógildingar hennar og segir hana ekki standast stjórnsýslulegar kröfur. Sendi hann Umboðsmanni Alþingis bréf þess efnis í dag, 12. júní og segist fara með málið til dómstóla vanræki Umboðsmaður að afgreiða það innan 48 klukkustunda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“