fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Dæmdur nauðgari fær tækifæri hjá Hæstarétti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júní 2025 12:00

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur mun taka fyrir mál Ívars Gísla Vignissonar sem Landsréttur dæmdi fyrr á þessu ári í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, en Ívar hafði hins vegar verið sýknaður í héraðsdómi.

Ívar var ákærður fyrir að hafa árið 2019 með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga og beita hana ólögmætri nauðung.

Ívar neitaði sök og héraðsdómur sýknaði hann en Landsréttur taldi hins vegar framburð konunnar mun trúverðugri en framburð hans. Framburður hennar hefði verið stöðugur og skýr um þau atriði sem máli skiptu og fengi nægilegan stuðning í öðrum gögnum til að hann yrði lagður til grundvallar sakfellingu. Taldi rétturinn hafið yfir skynsamlegan vafa að Ívar hefði gerst sekur um þá háttsemi sem kom fram í ákæru að því frátöldu að hann yrði sýknaður af því að hafa stungið fingri inn í leggöng brotaþola.

Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess verulega dráttar sem orðið hefði á meðferð málsins. Refsing Ívars var ákveðin fangelsi í tvö ár en eins og áður segir voru þrír af þessum 24 mánuðum óskilorðsbundir.

Sjálfkrafa

Í beiðni Ívars um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er minnt á ákvæði laga um að sá sem er sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti skuli fái slíkt leyfi nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Var sömuleiðis fullyrt að mat Landsréttar á þýðingu vitnisburðar systur og móður konunnar í tengslum við Snapchat skilaboð sem fyrir lægju í málinu samræmist ekki þeim sönnunarreglum sem gildi við meðferð sakamála.

Hæstiréttur tekur undir beiðnina með vísan til umræddra lagaákvæða og segist ekki geta slegið því föstu að áfrýjunin verði ekki til að breyta dómi Landsréttar. Ívar fær því áheyrn í Hæstarétti og þar með eitt tækifæri í viðbót.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni